Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 202108037

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Með umsókn frá 12. ágúst 2021 óska eigendur Bárugötu 2 og Bárugötu 4 á Dalvík eftir endurnýjun á lóðarleigusamningum sínum þannig að þeir endurspegli raunnotkun.
Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda Bárugötu 2 og 4 og teikning af breytingum á lóðastærðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
Með umsókn frá 12. ágúst 2021 óska eigendur Bárugötu 2 og Bárugötu 4 á Dalvík eftir endurnýjun á lóðarleigusamningum sínum þannig að þeir endurspegli raunnotkun. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda Bárugötu 2 og 4 og teikning af breytingum á lóðastærðum.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu upplýsingar um að við ritun fundargerða datt út afgreiðsla umhverfisráðs en hið sanna er að umhverfisráð samþykkti erindið samhljóða með 5 atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og endurnýjun á lóðarleigusamningum vegna Bárugötu 2 og Bárugötu 4 þannig að þeir endurspegli raunnotkun.