Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Frá TA. Umsókn um tónlistarnám og ósk um viðauka

Málsnúmer 202108084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 995. fundur - 09.09.2021

a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 20. ágúst 2021, þar sem vísað er í umsókn um nám við skólann frá aðila sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Ef Dalvíkurbyggð gengst undir þá ábyrgð að greiða kennslukostnaðinn þá mun skólinn samþykkja umsókn nemendans. Áætluð gjöld eru kr. 379.722 fyrir skólaárið 2021-2022. Dalvíkurbyggð getur síðan sótt um endurgreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem yrði þá greitt af Jöfnunarsjóði að hluta til.
b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, minnisblað dagsett þann 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 189.861 vegna ofangreindar umsóknar í a) lið.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir ábyrgð vegna ofangreindar umsóknar um nám í Tónlistarskólann á Akureyri um greiðslu á kennslukostnaði.
b) Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka þar sem í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að ekki er tekið við viðaukabeiðnum sem eru kr. 500.000 og lægri.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 20. ágúst 2021, þar sem vísað er í umsókn um nám við skólann frá aðila sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Ef Dalvíkurbyggð gengst undir þá ábyrgð að greiða kennslukostnaðinn þá mun skólinn samþykkja umsókn nemendans. Áætluð gjöld eru kr. 379.722 fyrir skólaárið 2021-2022. Dalvíkurbyggð getur síðan sótt um endurgreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem yrði þá greitt af Jöfnunarsjóði að hluta til.
b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, minnisblað dagsett þann 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 189.861 vegna ofangreindar umsóknar í a) lið.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir ábyrgð vegna ofangreindrar umsóknar um nám í Tónlistarskólann á Akureyri um greiðslu á kennslukostnaði.
b) Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka þar sem í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að ekki er tekið við viðaukabeiðnum sem eru kr. 500.000 og lægri."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gangast undir ábyrgð vegna ofangreindrar umsóknar um nám í Tónlistarskólann á Akureyri um greiðslu á kennslukostnaði.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna beiðni um viðauka.