Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2021

Málsnúmer 202108079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 995. fundur - 09.09.2021

Á fundi byggðaráðs var lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk.

Á kjörskrá eru 1323.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda kjörskrá eins og hún liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs var lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. Á kjörskrá eru 1323. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda kjörskrá eins og hún liggur fyrir."

Enginn tók til máls.

Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá hefur byggðaráð heimild í umboði sveitarstjórnar að semja kjörskrá vegna almennra kosninga, fjalla um athuga­semdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. Á kjörskrá eru 1323, 677 karlar, 645 konur og 1 með hlutlausa kynskráningu og hefur sveitarstjóri staðfest öll eintök með undirritun sinni.