Fjárhagsáætlun 2022; Frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur; Flotbryggja við höfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 202106005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem sótt er um að fá flotbryggju við höfnina á Árskógssandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Vísað til veitu- og hafnaráðs frá 989. fundi byggðaráðs þann 24. júní 2021 vegna fjárhagsáætlunar. Erindi frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem sótt er um að fá flotbryggju við höfnina á Árskógssandi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að óska eftir að hafin verði vinna við deiliskipulag Árskógssandshafnar og að í þeirri vinnu verði skoðaðir möguleikar að koma fyrir flotbryggju í samvinnu við Siglingarsvið Vegagerðarinnar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að sótt verði um að koma flotbryggju í Árskógssandshöfn á Samgönguáætlun.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 106. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Vísað til veitu- og hafnaráðs frá 989. fundi byggðaráðs þann 24. júní 2021 vegna fjárhagsáætlunar. Erindi frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem sótt er um að fá flotbryggju við höfnina á Árskógssandi. Niðurstaða: Veitu- og hafnaráð samþykkir að óska eftir að hafin verði vinna við deiliskipulag Árskógssandshafnar og að í þeirri vinnu verði skoðaðir möguleikar að koma fyrir flotbryggju í samvinnu við Siglingarsvið Vegagerðarinnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir að sótt verði um að koma flotbryggju í Árskógssandshöfn á Samgönguáætlun."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sótt verði um að koma flotbryggju í Árskógssandshöfn á Samgönguáætlun.