Frá 995. fundi byggðaráðs þann 09.09.2021; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki II

Málsnúmer 202109090

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var tekin til umfjöllunar tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi þar sem búið er að bæta við viðaukum 17 og 18. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.

Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er áætluð neikvæð um kr. 108.212.000 en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um kr. 52.960.000.
Áætlaðar fjárfestingar samstæðu A- og B- hluta eru kr. 153.513.000.
Veltufé frá rekstri er kr. 139.198.000 fyrir samstæðu A- og B- hluta.
Lántaka er áætluð kr. 60.000.000 fyrir samstæðu A- og B- hluta.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021.