Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 351. fundur - 08.04.2021

Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kom á fundinn kl. 8:15 og yfirgaf fund kl. 8:45.

Steinþór fór yfir fyrirliggjandi verkefni og framkvæmdir sumarsins 2021.
Umhverfisráð þakkar Steinþóri fyrir yfirferðina.

Umhverfisráð - 352. fundur - 07.05.2021

Undir þessum lið kom Steinþór Björnsson deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar inn á fundinn kl 8:15 og vék af fundi kl 8:50.

Farið yfir helstu verkefni sumarsins 2021.
Umhverfisráð þakkar deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar fyrir yfirferðina á framkvæmdalista sumarsins og felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að koma honum á framfæri við íbúa.
Deildarstjóra er falið að kaupa tvær nýjar færanlegar hraðahindranir og skipulags- og tæknifulltrúa falið að auglýsa eftir hugmyndum íbúa um staðsetningu á færanlegum hraðahindrunum í sveitarfélaginu. Einnig er skipulags- og tæknifulltrúa falið að hafa samband við lögreglu og óska eftir auknu eftirliti með ökuhraða í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Steinþór Björnsson deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir helstu framkvæmdir sumarsins 2021 og stöðuna á þeim.

Steinþór Björnsson deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfisráð þakkar Steinþóri fyrir yfirferðina.

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfisráð fór yfir stöðu verkefna sumarsins með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Ráðið leggur til að vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við sjóvörn við Framnes og Sæból og þeirra þungaflutninga sem þeim fylgja, verði yfirlögn frestað til næsta árs. Umhverfisráð leggur til að þeir fjármunir verði fluttir á verkefni E2118 - Opið svæði í Hringtúni.
Framkvæmdum við skjólbelti meðfram Hauganesvegi verði frestað þangað til deiliskipulag fyrir Hauganes liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð fór yfir stöðu verkefna sumarsins með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Ráðið leggur til að vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við sjóvörn við Framnes og Sæból og þeirra þungaflutninga sem þeim fylgja, verði yfirlögn frestað til næsta árs. Umhverfisráð leggur til að þeir fjármunir verði fluttir á verkefni E2118 - Opið svæði í Hringtúni. Framkvæmdum við skjólbelti meðfram Hauganesvegi verði frestað þangað til deiliskipulag fyrir Hauganes liggur fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði.