Efnisnámur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202109001

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Farið yfir stöðu efnistökusvæða í sveitarfélaginu og þær beiðnir sem borist hafa um efnistöku.
Umhverfisráð leggur áherslu á hversu mikilvægt það er að láta kortleggja og meta efnistökusvæði í Dalvíkurbyggð. Útbúa þarf verklagsreglur vegna efnisnáms í landi Dalvíkurbyggðar og gjaldskrá. Ráðið telur að sveitarfélagið sem landeigandi eigi að sækja um starfsleyfi í sínum efnisnámum og gera tímabundna samninga við verktaka hverju sinni.
Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið byrji á því að sækja um starfsleyfi fyrir efnisnámu í Sauðanesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu efnistökusvæða í sveitarfélaginu og þær beiðnir sem borist hafa um efnistöku. Umhverfisráð leggur áherslu á hversu mikilvægt það er að láta kortleggja og meta efnistökusvæði í Dalvíkurbyggð. Útbúa þarf verklagsreglur vegna efnisnáms í landi Dalvíkurbyggðar og gjaldskrá. Ráðið telur að sveitarfélagið sem landeigandi eigi að sækja um starfsleyfi í sínum efnisnámum og gera tímabundna samninga við verktaka hverju sinni. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið byrji á því að sækja um starfsleyfi fyrir efnisnámu í Sauðanesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir þá tillögu umhverfisráðs að sótt verði um starfsleyfi fyrir efnisnámu í Sauðanesi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sjóvarnir.