Byggðaráð

995. fundur 09. september 2021 kl. 13:00 - 15:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2022 og fylgigögn.

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs fór yfir forsendur með fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirliti yfir íbúaþróun og áhættugreiningu. Kynntar voru sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir stöðu innri viðskipta á milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og B-hluta fyrirtækjanna.

b) Tillaga að fjárhagsramma 2022.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að fjárhagsramma vegna 2022 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi. Einnig var farið yfir launaáætlun 2022 og yfirlit áætlaðra stöðugilda 2022 út frá þarfagreiningu stjórnenda.


c) Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2021.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá síðsta fundi þar sem búið er að bæta við viðaukum 17 og 18.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir og/eða breytingar verða á. Áhættugreiningin verður unnin áfram í byggðaráði samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2022 og vísar honum til umfjöllunnar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Frá TA. Umsókn um tónlistarnám og ósk um viðauka

Málsnúmer 202108084Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 20. ágúst 2021, þar sem vísað er í umsókn um nám við skólann frá aðila sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Ef Dalvíkurbyggð gengst undir þá ábyrgð að greiða kennslukostnaðinn þá mun skólinn samþykkja umsókn nemendans. Áætluð gjöld eru kr. 379.722 fyrir skólaárið 2021-2022. Dalvíkurbyggð getur síðan sótt um endurgreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem yrði þá greitt af Jöfnunarsjóði að hluta til.
b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, minnisblað dagsett þann 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 189.861 vegna ofangreindar umsóknar í a) lið.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gangast undir ábyrgð vegna ofangreindar umsóknar um nám í Tónlistarskólann á Akureyri um greiðslu á kennslukostnaði.
b) Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um viðauka þar sem í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að ekki er tekið við viðaukabeiðnum sem eru kr. 500.000 og lægri.

3.Frá sveitarstjóra; drög að erindisbréfi vegna vinnuhóps um brunamál.

Málsnúmer 202108002Vakta málsnúmer

Á 993. fundi byggðaráðs var sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindisbréfi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi.
Greitt er fyrir vinnu í hópnum ef ekki er um starfsmenn að ræða. Vísað á deild 07210. Fyrir liggur að Slökkviliðsstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs eiga sæti í hópnum og rætt var um tillögur um þriðja aðilann í hópnum.

4.Frá Framkvæmdasviði; Aðalskoðun BSÍ leiksvæði; Krílakot

Málsnúmer 202109024Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs, sem er jafnframt stjórn Eignasjóðs, fylgdi frá framkvæmdasviði skýrsla BSI á Íslandi vegna aðalskoðunar á leikvellinum Krílakoti. Skoðun fór fram 12.07.2021.
Lagt fram til kynningar og vísað til umfjöllunar í fræðsluráði.

5.Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2021

Málsnúmer 202108079Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs var lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk.

Á kjörskrá eru 1323.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda kjörskrá eins og hún liggur fyrir.

6.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 222013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 11402013

Málsnúmer 202109021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 1. september 2021, er varðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013. Sveitarfélög eru hvött til að senda inn umsögn og huga jafnframt að breytingum á samþykktum sínum. Umsagnarfrestur er til 13. september nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður á fundinum.

7.Frá SSNE; Aukaþing SSNE 1. október 2021

Málsnúmer 202109025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð, dagsett þann 3. september 2021, um aukaþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Um er að ræða rafrænt aukaþing þann 1. október nk. Meðfylgjandi er dagskrá þingsins ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2021, áætlun 2022 og greinargerð.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Greiðri leið ehf.; Aðalfundur 2021

Málsnúmer 202109005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá Greiðri leið ehf., dagsett þann 1. september 2021, þar sem boðar til aðalfundar þriðjudaginn 14. september nk. kl. 13:00 í gegnum TEAMS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn ef hún hefur tök á.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs