Sveitarstjórn

328. fundur 27. október 2020 kl. 16:15 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Fundurinn var opinn gestum þannig að hægt var að mæta í fundasalinn Upsa, Ráðhúsi Dalvíkur, og fylgjast með fundi sveitarstjórnar í gegnum TEAMS á sjónvarpsskjá.

Þórhalla Franklín Karlsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar Felix Rafn Felixsson mætti á fundinn í hennar stað.

Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
Fundurinn fór fram í gegnum TEAMS.

1.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; - heimild til fjarfunda framlengd - tillaga um að virkja heimild.

Málsnúmer 202003095Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi auglýsing, dagsett þann 11. ágúst 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Gildistíminn er frá 12. ágúst og til 10. nóvember 2020.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn, byggðaráð og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni áfram nýta sér fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krejast þess eða til 10. nóvember 2020. Fyrri samþykkt sveitarstjórnar um fjarfundi var afgreidd á fundi þann 31. mars 2020. Sem fyrr skuli fundargerðir að loknum fjarfundum verða staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 955, frá 17.09.2020

Málsnúmer 2009013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
5. liður er sérliður á dagskrá.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 956, frá 24.09.2020

Málsnúmer 2009015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
7. liður og 8. liður eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 957, frá 08.10.2020

Málsnúmer 2010005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
1. liður er sérliður á dagskrá.
5. liður er sérliður á dagskrá.
4. liður a) og b) þarfnast afgreiðslu.
12. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.

  • Á 951. fundi byggðaráðs þann 20. ágúst 2020 voru tilnefndir fulltrúar frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

    Taka þarf ákvörðun um þóknun vegna fundasetu og hvar hún vistast hjá Dalvíkurbyggð.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 957 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þóknun fulltrúa Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráðinu fylgi fundaþóknun fyrir setu í ráðum og nefndum almennt fyrir Dalvíkurbyggð.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður vegna fundarsetu bókist á deild 02500; sameiginlegur kostnaður undir málaflokknum félagsþjónusta, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir fundarboð frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjaraðr, rafpóstur dagsettur þann 1. október 2020, þar sem boðað er til ársfundur miðvikudaginn 14. október 2020. Fundurinn verður rafrænn í TEAMS.

    Með fundarboði fylgir ársskýrsla 2019, ársreikningur 2019 og skipulagsskrá frá maí 2017.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 957 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sitja fundinn fyrir hönd Dalvikurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sitji ársfund Símennuntarmiðstöðvar Eyjafjarðar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 958, frá 13.10.2020

Málsnúmer 2010009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert sem þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 959, frá 14.10.2020

Málsnúmer 2010010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert sem þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 960, frá 15.10.2020

Málsnúmer 2010011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
  • Samkvæmt samþykkt byggðaráðs á 956. fundi þann 24. september 2020 hafa framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sett upp áætlun um viðræður framtíðarfyrirkomulags brunavarna.

    Með fundargögnum fylgdi samantekt af vinnufundum frá 28. september, 9. október og 13. október.

    Að mati framkvæmdastjóranna er nauðsynlegt að fá samþykki sveitarfélaganna á aðkeyptri þjónustu fagaðila við úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála.

    Lagt er til að kostnaður af slíkri úttekt skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu.

    Leitað var til þriggja aðila um að leggja inn áætlun í úttekt á núverandi stöðu og mat á kostum og göllum sameiningar. Áætlanir eru byggðar á gögnum sem send voru og fundum aðila með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Tveir skiluðu inn áætlun, upplýsingar um að þriðji aðilinn hefði áhuga á að skila inn áætlun bárust of seint.

    Framkvæmdarstjórar sveitarfélaganna leggja til að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samkvæmt áætluninni ættu niðurstöður vinnunnar að liggja fyrir eigi síðar en 21. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 960 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður af úttekt HLH ráðgjafar skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu og felur sveitarstjóra að koma með viðauka á næsta fundi vegna þessa.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf um úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

8.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 961, frá 19.10.2020

Málsnúmer 2010014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert sem þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 962, frá 22.10.2020.

Málsnúmer 2010015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
6. liður er til afgreiðslu.
8. liður er sérliður á dagskrá.
10. liður er til afgreiðslu.
14. liður er til afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 15. október 2020, þar sem vakin er athygli á að ráðuneytinu hafa borist fyrirspurnir og formleg erindi frá sveitarfélögum þar sem lagt er til að frestir sveitarfélaga til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlanir verði lengdir, með vísan til þeirrar óvissu sem sveitarfélög standa frammi fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga tekið undir nauðsyn þess að öllum sveitarfélögum verði veittir slíkir frestir.

    Þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Þá munu ýmsar forsendur sem liggja að baki fjárhagsáætlana sveitarfélaga koma fram seinna en áður, svo sem þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Eru þannig veigamikil rök fyrir því að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana 2021, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga.

    Í ljósi þess vill ráðuneytið koma því á framfæri að sé þess óskað verða eftirfarandi frestir veittir:

    1. Byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.

    2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 962 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ofangreinda heimild til að óska eftir fresti þannig að fyrri umræða færi fram 17. nóvember n.k. í stað 3. nóvember n.k. samkvæmt fyrirliggjandi tímaramma.
    Næsti sveitarstjórnarfundur verður því 27. október n.k. í stað 3. nóvember n.k. og síðan á hefðbundnum tímum í nóvember og desember.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofagreinda afgreiðslu byggðaráðs um að nýta sér ofangreinda heimild að hluta og að fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 verði á fundi sveitarstórnar 17. nóvember n.k.
  • Tekið fyrir erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar dagsett þann 13. október 2020, áfram sent frá SSNE samkvæmt rafósti dagsettum þann 13. október 2020, þar sem fram kemur að heimsfaraldur Covid-19 og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem reka t.d. hótel, hópferðafyrirtæki og afþreyingu þurfa því nauðsynlega að fá niðurfellingu fasteignagjalda. Ef ekki niðurfellingu þá frestun, ef ekki frestun þá lengingu í lögveði fasteignaskatta vegna ákveðinna ára. Fram kemur að sveitarfélögin þurfi því að krefjast lagabreytinga og heimilda til að fella niður fasteignaskatt og/eða fresta greiðslum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 962 Byggðaráð bendir á að Dalvíkurbyggð sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
    Byggðaráð beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Um leið vill byggðaráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur þeirra.
    Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs vegna erindis frá Samtökum ferðaþjónustunnar um niðurfellingu fasteignagjalda.
  • Með fundarboði fylgdi boð til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður með fjarfundaformi föstudaginn 30. október kl. 11:00 en samkvæmt samþykktum samtakanna skal haldinn aðalfundur í september- eða októbermánuði annað hvert ár og skal haldinn á sléttum ártölum.

    Á aðalfundi fer hvert aðildarsveitarfélag með 1 atkvæði. Í þeim tilvikum þar sem þátttakendur frá einu sveitarfélagi eru fleiri þarf að liggja fyrir hver þeirra fer með atkvæði sveitarfélagsins.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 962 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri sitji aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og fari með atkvæði Dalvíkurbyggðar á fundinum.

10.Atvinnumála- og kynningarráð - 56, frá 15.09.2020

Málsnúmer 2009009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Atvinnumála- og kynningarráð - 57, frá 07.10.2020

Málsnúmer 2010004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert sem þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

12.Félagsmálaráð - 243, frá 29.09.2020

Málsnúmer 2009019FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

13.Fræðsluráð - 252, frá 06.10.2020

Málsnúmer 2009018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, undir 4. lið um skólastefnu og endurskoðun á henni.


Lagt fram til kynningar.

14.Íþrótta- og æskulýðsráð - 123, frá 06.10.2020

Málsnúmer 2010002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

15.Landbúnaðarráð - 135, frá 24.09.2020

Málsnúmer 2009016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

16.Menningarráð - 80, frá 22.09.2020

Málsnúmer 2009012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

17.Menningarráð - 81, frá 02.10.2020

Málsnúmer 2009017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

18.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 21, frá 25.09.2020

Málsnúmer 2009005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
10. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • 18.10 202009116 Smitrakning í skólum
    Lagt fram til kynningar Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 21 Skólanefnd TÁT leggur til að Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu -, frístunda - og menningarmála myndi stuðningsteymi TÁT við stjórnendur ef upp kemur Covid - 19 smit við skólann. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar TÁT um stuðningsteymi TÁT við stjórnendur ef upp kemur Covid-19 smit við skólann.

19.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 22, frá 09.10.2020

Málsnúmer 2010001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfisráð - 341, frá 17.09.2020

Málsnúmer 2009011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
2 liður er sér liður á dagskrá.
4. liður þarfnast afgreiðslu.
5. liður þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
  • Til kynningar og umræðu fundargerð samráðsfundar með íbúum við Bjarkarbraut sem haldin var miðvikudaginn 9. september síðastliðinn.

    Umhverfisráð - 341 Eftir grenndarkynningu og samráðsfund með íbúum tekur umhverfisráð undir áhyggjur íbúa varðandi hugsanleg neikvæð áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og getur því ekki fallist á umsókn Mílu um byggingarleyfi.
    Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir því við Mílu að aðrar leiðir verði skoðaðar.
    Samþykkt samljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um höfnun umsóknar Mílu um byggingarleyfi.
  • Til umræðu innsent erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni dags. 03. september 2020 vegna Friðlands Svarfdæla þar sem hann óskar eftir að allri losun á úrgangi verði hætt í Hrísahöfða. Umhverfisráð - 341 Umhverfisráð leggur til að bannað verði að losa allan úrgang í Hrísahöfða nema garðaúrgang og að sett verði upp skilti til leiðbeininga.
    Samkvæmt upplýsingum ráðsins er verndaráætlun Friðlands Svarfdæla langt komin og gert ráð fyrir að hún verði tilbúin í vetur.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson.
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til eftirfarandi: Sveitarstjórn samþykkir að fela umhverfisráði að upplýsa um fyrirkomulag úrgangsmála og hvað tekur við með lokuninni og þá taki sveitarstjórn afstöðu til málsins.

    Guðmundur St. Jónsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa þessum lið aftur til umhverfisráðs til frekari útfærslu.

21.Umhverfisráð - 342, frá 02.10.2020

Málsnúmer 2009020FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
6. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar
  • Með innsendu erindi dags. 16. september 2020 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn á grunninum neðan við Karlsrauðatorg 5.
    Með umsókninni fylgdi samþykki nágranna við Karlsrauðatorg 5.

    Undir þessum lið vék af fundi Haukur Arnar Gunnarsson kl. 10:26
    Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 10:31
    Umhverfisráð - 342 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið stöðuleyfi til eins árs.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um stöðuleyfi matarvagns til eins árs.

22.Ungmennaráð - 29, frá 15.10.2020

Málsnúmer 2010013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður þarfnast afgreiðslu.
2. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar
  • Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 26. ágúst 2020, þar sem því er beint til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau. Fram kemur að samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð að hluta til eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára. Ungmennaráð - 29 Ungmennaráð telur mikilvægt að ungmenni eldri en 18 ára fái áfram rödd í ungmennaráði. Ráðið leggur til að drög að erindisbréfi sem ungmennaráð samþykkti á fundi 25. apríl 2018 verði samþykkt. þar er aldursviðmið ungmennaráðs Dalvikurbyggðar miðað við 14-22 ára. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til eftirfarandi:

    Sveitarstjórn bendir á að í erindisbréfi ungmennaráðs samþykktu í sveitarstjórn þann 16. júní 2020 er kveðið á um aldursviðmið í ungmennaráð 14-20 ára.
    Sveitarstjórn samþykkir að erindisbréfið standi en felur jafnframt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fylgjast með málinu hjá öðrum sveitarfélögum.

    Einnig tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Jón Ingi Sveinsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjón samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
  • 22.2 201911042 Kirkjubrekkan
    Ungmennaráð - 29 Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að eldri krökkum sem vilja renna í kirkjubrekkunni. Ráðið leggur til að samhliða vinnu við heildarsýn leiksvæða Dalvíkurbyggðar verði þetta svæði skoðað sérstaklega. Einnig leggur ráðið til að fundinn verður staður til að koma upp frisbígolfvelli í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Jón Ingi Sveinsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til skoðunar í tengslum vegna vinnu gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2021-2024.

23.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 98, frá 16.09.2020

Málsnúmer 2009006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

24.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 99, frá 07.10.2020

Málsnúmer 2010003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
3. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Með bréfi, sem dagsett er 17. júlí 2020, var óskað eftir því að Vegagerð ríkisins legði þjóðveg að Dalvíkurhöfn. Núverandi þjóðvegur liggur að ferjubryggunni í Dalvíkurhöfn og þjónar eingöngu ferjusamgöngum til Grímseyjar og Hríseyjar. Þessi ósk um þjóðveg að þeim hluta Dalvíkurhafnar sem þjónar fiskveiðum og vinnslu fisks hófst þegar framkvæmdir við Austurgarð voru á hönnunarstigi.
    Með bréfi sem dagsett er 21. september 2020 er tillaga frá Vegagerðinni um að þjóðvegurinn að hafnarsvæði nái um 50m frá þjóðvegi 82 eftir Sjávarbraut.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 99 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun: Þessi tillaga, sem fram kemur í áðurnefndu bréfi frá Vegagerð ríksins, er óásættanleg og þjónar á engan hátt þeirri auknu starfssemi sem er fyrirséð að muni verða á athafnasvæði Dalvíkurhafnar, með tilkomu bæði hins nýja frystihúss, fjölgun fiskiskipa sem koma til löndunar og einnig þeirrar miklu umferðar flutningabíla sem starfssemin kallar á. Ráðið felur einnig starfsmönnum að fylgja málinu eftir við Vegagerðina. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.

25.Frá 960. fundi byggðaráðs frá 15.10.2020; Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer

Á 56. og 57. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs var til umfjöllunar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur Dalvíkurbyggðar um úthlutun. Á fundi byggðaráðs þann 15. október 2020 var samþykkt að leggja til að sérreglur Dalvíkurbyggðar gildi óbreyttar frá fyrra ári.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindi frá útgerðaraðilum á Árskógssandi, dagsett þann 23.10.2020, Sólrúnu ehf., G.Ben ehf., og Ágústu ehf., þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að við afgreiðslu á sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári 2020-2021 í byggðarlaginu Árskógssandi verði óskað eftir sérstökum reglum fyrir Árskógssand þar sem vinnsluskylda verði afnumin og löndunarskylda á Árskógssandi komi í staðinn.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 17:13,
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir álitum óháðra aðila og samtali við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um ofangreint.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um að sérreglur Dalvíkurbyggðar verði óbreyttar á milli ára og verði þá svo hljóðandi, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis:
Það er ósk sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að breytingar þær sem gerðar voru á reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2019/2020 vegna sérreglna sem sveitarfélagið sendi frá sér, haldist óbreyttar fyrir fiskveiðiárið 2020/20201.

Ósk okkar er því sú að eftirfarandi breytingar taki gildi með nýrri reglugerð nr. 728/2020

1.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.

2.
Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann. Þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.

26.Frá 957. fundi byggðaráðs frá 08.10.2020; Selárland - kaupsamningur / afsal.

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.17:17.

Á 957. fundi byggðaráðs þann 08.10.2020 var samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi / afsali um jörðina Selá samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu samningsdrög um sölu Ríkissjóðs Íslands á eignarhluta ríkisins í jörðinni Selá til Dalvíkurbyggðar, landnúmer L152170, ásamt öllum þeim gögnum og gæðum sem eignarhlutunum fylgir og fylgja ber samkvæmt jarðalögum nr. 81/2004 og nánar greinir í kaupsamningi/afsali þessu. Undanskilin í sölu þessari eru námuréttur og réttur til efnistöku umfram heimils- og búsþarfir ábúnda jarðarinnar. Kaupverðið er kr. 40.000.000.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan kaupsamning / afsal á jörðinni Selá eins og hann liggur fyrir og kaupverðið að upphæð kr. 40.000.000 og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

Ofangreind kaup er m.a. gerð til að tryggja sveitarfélaginu aukið landrými kringum Hauganes og umráð vegna vinnu við deiliskipulag á Hauganesi.

27.Lántaka 2020 skv. heildarviðauka II við fjárhagáætlun 2020.

Málsnúmer 202007083Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 24. september s.l. var til umfjöllunar lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 115.000.000 til 14 ára með föstum verðtryggðum vöxtum, samanber meðfylgjandi lánasamningur. Byggðaráð samþykkti fyrirliggjandi lánasamning og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 115.000.000 til 14 ára með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitasstjórnarlaga nr. 138/20111, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið vegna framkvæmda Eignasjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt hefur Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, 070268-2999, fullt og ótakmarkað umboð til þess fyrir hönd Dslvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

28.Frá 955. fundi byggðaráðs þann 17.09.2020; Beiðni um viðauka 2020 ; tilfærslur á milli liða

Málsnúmer 202009103Vakta málsnúmer

Á 955. fundi byggðaráðs þann 17. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 08.09.2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að færa á milli liða þannig að liður 02110-9150, fjárhagsaðstoð lækkar um kr. 2.280.000 en fer yfir á liði 02180-9165, sérstakar húsaleigubætur kr. 1.280.000, á 02010-4390, önnur sérfræðiþjónusta, kr. 500.000 og á lið 02010-4311 lögfræðiþjónusta kr. 500.000. Nettóáhrifin eru 0.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka um millifærslur á milli deilda og liða í málaflokki 02 vegna fjárhagsáætlunar 2020, viðauki nr. 30."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2020 vegna millifærslu á milli liða í málaflokki 02 þannig að liður 02110-9150, fjárhagsaðstoð lækkar um kr. 2.280.000 en fer yfir á liði 02180-9165, sérstakar húsaleigubætur kr. 1.280.000, á 02010-4390, önnur sérfræðiþjónusta, kr. 500.000 og á lið 02010-4311 lögfræðiþjónusta kr. 500.000. Nettóáhrifin eru 0.

29.Frá 957. fundi byggðaráðs þann 08.10.2020; Viðauki; Tónlistarnám fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202009138Vakta málsnúmer

Á 957. fundi byggðaráðs þann 8. október 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna greiðslu til Tónlistarskólans á Akureyri vegna umsóknar nemenda sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 196.547 við fjárhagsáætlun 2020 en kostnaður sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2020/2021 yrði kr. 393.904. Fram kemur að hluti af þessum kostnaði kemur til baka frá Jöfnunarsjóði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 04530 og lykil 4380 að upphæð kr. 196.547, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2020 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 32 við fjárhagsátætlun 2020 við deild 04530 og lykil 4380 að upphæð kr. 196.54 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru

30.Frá 962. fundi byggðaráðs þann 22.10.2020; Viðaukabeiðni vegna öryggismyndavélakerfis

Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22.10.2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, minnisblað dagsett þann 13. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á öryggismyndavélakerfi á skólalóð Dalvíkurskóla að upphæð kr. 2.373.220 við deild 04210. Fram kemur að borið hefur á skemmdarverkum á skólalóð, t.d. skorið á mörk á fótboltavelli, rúður brotnar, veggjakrot og almennur sóðaskapur. Fram kemur að fjárhæðin rúmast ekki innan fjárhagsramma skólans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr. 33 á deild 04210 og lykil 2850 að upphæð kr. 2.373.220 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2020 á deild 04210 og lykil 2850 að upphæð kr. 2.373.220 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

31.Frá 341. fundi umhverfisráðs þann 17.09.2020; Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Á 341. fundi umhverfisráðs þann 17. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 08. ágúst 2020 óskar Anna Bragadóttir fyrir hönd landeigenda að Birkiflöt í Skíðadal eftir að samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið verði einnig gerð breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis. Reitur 629-F stækkaður til suðurs um 100 metra og tvær vegtengingar verði á svæðinu.
Umhverfisráð samþykkir að Dalvíkurbyggð fari í umbeðna breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbygggðar samhliða deiliskipulagsvinnunni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að Dalvíkurbyggð fari í umbeðna breytingu á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar samhliða deiliskipulagsvinnu í landi Kóngsstaða.

32.Frá 310. fundi sveitarstjórnar þann 19.02.2019; Umsókn um lóð við Hringtún 17, Dalvík

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs á úthlutun lóðar við Hringtún 17 til Ottó Biering Ottóssonar á grundvelli umsóknar og erindi dagsettu þann 3. febrúar 2019. Erindinu fylgdi jafnframt ósk eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða með 7 atkvæðum fyrri samþykkt sína frá 19.02.19 um úthlutun umhverfisráðs á lóðinni við Hringtún 17 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi Túna- og Hólahverfis þar sem einbýlishúsalóðinni við Hringtún 17 hefur verið breytt í lóð fyrir parhús með númerin 17a - 17b.

33.Frá 310. fundi sveitarstjórnar þann 19.02.2019; Umsókn um lóð við Hringtún 19, Dalvík

Málsnúmer 201902028Vakta málsnúmer

Á 310. fundi veitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 19. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða með 7 atkvæðum fyrri samþykkt frá 19.02.19 um úthlutun umhverfisráðs á lóðinni við Hringtún 19 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi Túna- og Hólahverfis þar sem einbýlishúsalóðinni við Hringtún 19 hefur verið breytt í lóð fyrir parhús með númerin 19a - 19b.

34.Gjaldskrár 2021; Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.Fyrri umræða.

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn en gjaldskráin hefur hlotið umfjöllun í veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs þann 22. október s.l. var ákveðið að leggja til hækkun á gjaldskrám um 2,7% í samræmi við verðbólgu spá fyrir árið 2021.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

35.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar 2020

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 23. júní 2020 og 10. ágúst 2020.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

36.Frá stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses; Fundargerðir stjórnar 2020

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs