Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, minnisblað dagsett þann 13. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á öryggismyndavélakerfi á skólalóð Dalvíkurskóla að upphæð kr. 2.373.220 við deild 04210. Fram kemur að borið hefur á skemmdarverkum á skólalóð, t.d. skorið á mörk á fótboltavelli, rúður brotnar, veggjakrot og almennur sóðaskapur. Fram kemur að fjárhæðin rúmast ekki innan fjárhagsramma skólans.