Frá Dalvíkurskóla; Viðaukabeiðni vegna öryggismyndavélakerfis

Málsnúmer 202010061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, minnisblað dagsett þann 13. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á öryggismyndavélakerfi á skólalóð Dalvíkurskóla að upphæð kr. 2.373.220 við deild 04210. Fram kemur að borið hefur á skemmdarverkum á skólalóð, t.d. skorið á mörk á fótboltavelli, rúður brotnar, veggjakrot og almennur sóðaskapur. Fram kemur að fjárhæðin rúmast ekki innan fjárhagsramma skólans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr.33 á deild 04210 og lykil 2850 að upphæð kr. 2.373.220 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22.10.2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, minnisblað dagsett þann 13. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á öryggismyndavélakerfi á skólalóð Dalvíkurskóla að upphæð kr. 2.373.220 við deild 04210. Fram kemur að borið hefur á skemmdarverkum á skólalóð, t.d. skorið á mörk á fótboltavelli, rúður brotnar, veggjakrot og almennur sóðaskapur. Fram kemur að fjárhæðin rúmast ekki innan fjárhagsramma skólans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr. 33 á deild 04210 og lykil 2850 að upphæð kr. 2.373.220 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2020 á deild 04210 og lykil 2850 að upphæð kr. 2.373.220 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.