Umhverfisráð

342. fundur 02. október 2020 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2021

Málsnúmer 202009111Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs 2021

Undir þessum lið kom Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar inn á fundinn kl. 08:20
Steinþór vék af fundi kl. 09:40
Umhverfisráð hefur farið yfir öll gögn og felur sviðsstjóra að leggja fram áætlun ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Gjaldskrár 2021; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár Umhverfis-og tæknisviðs 2021
Umhverfisráð samþykkir hækkun á gjaldskrám ráðsins um 2,4%
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

3.Fjárhagsáætlun 2021; Friðland Svarfdæla - frá Hjörleifi Hjartarsyni

Málsnúmer 202009091Vakta málsnúmer

Á 955. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni vegna Friðlands Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 þar sem Hjörleifur minnir á að gert verði ráð fyrir verkefnum í Friðlandi Svarfdæla eins og kveður á í samningi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar. Auk reglubundins viðhalds á stígum,merkingum, mannvirkjum og reksturs á áningarstað eru upptalin forgangsverkefni næsta árs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Ákveðin upphæð til þessara verkefna er áætluð á deild 11030 fyrir árið 2021.
Erfitt er að leggja mat á kostnað við verkefnin þar sem engar kostnaðaráætlanir fylgdu erindinu.
Ráðið óskar eftir að fá bréfritara á fund ráðsins sem fyrst.

4.Fjárhagsáætlun 2021; umhverfi Böggvisstaða

Málsnúmer 202009056Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu erindi frá íbúum á Böggvistöðum dags. 27. september 2020 þar sem óskað er eftir að farið verði í endurbætur á heimreiðinni á þessu ári.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kanna hvort svigrúm sé innan fjárhagsáætlunar 2020 svo hægt sé að fara í verkefnið á þessu ári.
Að öðrum kosti leggur ráðið til að farið verði í framkvæmdina 2021.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Fyrirspurn vegna möguleika á stækkun lóðar við Skíðabraut 11, Dalvík

Málsnúmer 201904128Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. apríl 2019 óskar Paulina Milewska eftir stækkun lóðar við Skíðabraut 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar þar sem gögn vantar.
Sviðsstjóra falið að aðstoða umsækjanda við öflun fullnægjandi gagna.

6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 202008068Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 16. september 2020 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn á grunninum neðan við Karlsrauðatorg 5.
Með umsókninni fylgdi samþykki nágranna við Karlsrauðatorg 5.

Undir þessum lið vék af fundi Haukur Arnar Gunnarsson kl. 10:26
Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 10:31
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið stöðuleyfi til eins árs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs