Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; beiðni um viðauka; Tónlistarnám fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202009138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 957. fundur - 08.10.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna greiðslu til Tónlistarskólans á Akureyri vegna umsóknar nemenda sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggðar.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 196.547 við fjárhagsáætlun 2020 en kostnaður sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2020/2021 yrði kr. 393.904. Fram kemur að hluti af þessum kostnaði kemur til baka frá Jöfnunarsjóði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 04530 og lykil 4380 að upphæð kr. 196.547, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2020, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á 957. fundi byggðaráðs þann 8. október 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna greiðslu til Tónlistarskólans á Akureyri vegna umsóknar nemenda sem er með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 196.547 við fjárhagsáætlun 2020 en kostnaður sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2020/2021 yrði kr. 393.904. Fram kemur að hluti af þessum kostnaði kemur til baka frá Jöfnunarsjóði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 04530 og lykil 4380 að upphæð kr. 196.547, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2020 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 32 við fjárhagsátætlun 2020 við deild 04530 og lykil 4380 að upphæð kr. 196.54 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru