Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 56. fundur - 15.09.2020

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir samskipti sín við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í tengslum við úthlutun byggðakvóta, fiskveiðiárið 2020/2021.

Í tölvupósti frá starfsmanni ráðuneytis, dags. 11.09.20 kemur fram að sú breyting sé gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki verði þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur muni ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir komi í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað sé með að tilkynning úthlutunar byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Með vísan til þess að þar sem úthlutun liggur ekki fyrir mun ráðuneytið hafa samband við hluteigandi sveitarstjórnir í þeim tilvikum ef að mati ráðuneytisins þörf verður á verulegum breytingum á tillögum sveitarstjórna í kjölfar tillkynningar um úthlutun. Að óbreyttu er stefnt að því að málsmeðferð ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna verði lokið samhliða úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna seinagangs á afgreiðslu byggðakvóta 2019/2020. Það er afar mikilvægt fyrir byggðalagið og hagsmunaaðila í sjávarútvegi að fá úr þessu máli skorið sem allra fyrst.

Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að hafa samband við hagsmunaaðila í Dalvíkurbyggð hvað varðar úthlutun byggðakvóta 2020/2021.

Atvinnumála- og kynningarráð - 57. fundur - 07.10.2020

Atvinnumála- og kynningaráð fól þjónustu- og upplýsingafulltrúa á síðasta fundi ráðsins að hafa samband við hagsmunaaðila í Dalvíkurbyggð hvað varðaði úthlutun byggðakvóta 2020/2021 og mögulegum breytingum á 5,3% aflaheimildum ríkisins.

Fundur var haldinn þann 29. september sl. í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsinu. Á fundinn mætti Þóroddur Bjarnason sem var formaður vinnuhóps sem vann að breytingartillögunum á aflaheimildunum. Með honum á fundinum var Jón Þor­vald­ur Heiðars­son, hag­fræðing­ur og lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 960. fundur - 15.10.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi kl. 13:54.
Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:54. vegna vanhæfis.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir fundum í Atvinnumála- og kynningarráði frá 15. september s.l. og 7. október s.l. og fundi með hagsmunaaðilum þann 29. september s.l. Samkvæmt rafpósti frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 11.09.2020 kemur fram að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

Niðurstaðan er eftir umfjöllun atvinnumála- og kynningarráðs að legga til óbreyttar reglur frá fyrra ári eða svohljóðandi:

Ákvæði reglugerðar nr. 728/2020 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.

b)
Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann, þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=882c3b57-a66e-471a-8bbf-c819d67f051b

Upplýsingar um vilyrði fyrir byggðakvóta, mótframlag og stöðu úthlutunar er að finna á heimasíðu Fiskistofu;
http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaheimildir/byggdakvoti/byggdakvoti-1920/


Íris vék af fundi kl. 14:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að sérreglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á 56. og 57. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs var til umfjöllunar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur Dalvíkurbyggðar um úthlutun. Á fundi byggðaráðs þann 15. október 2020 var samþykkt að leggja til að sérreglur Dalvíkurbyggðar gildi óbreyttar frá fyrra ári.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi erindi frá útgerðaraðilum á Árskógssandi, dagsett þann 23.10.2020, Sólrúnu ehf., G.Ben ehf., og Ágústu ehf., þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að við afgreiðslu á sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári 2020-2021 í byggðarlaginu Árskógssandi verði óskað eftir sérstökum reglum fyrir Árskógssand þar sem vinnsluskylda verði afnumin og löndunarskylda á Árskógssandi komi í staðinn.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 17:13,
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir álitum óháðra aðila og samtali við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um ofangreint.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um að sérreglur Dalvíkurbyggðar verði óbreyttar á milli ára og verði þá svo hljóðandi, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis:
Það er ósk sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að breytingar þær sem gerðar voru á reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2019/2020 vegna sérreglna sem sveitarfélagið sendi frá sér, haldist óbreyttar fyrir fiskveiðiárið 2020/20201.

Ósk okkar er því sú að eftirfarandi breytingar taki gildi með nýrri reglugerð nr. 728/2020

1.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.

2.
Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann. Þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 58. fundur - 12.11.2020

Atvinnuvegaráðuneytið hefur móttekið sérreglur frá Dalvíkurbyggð sem samþykktar voru í sveitarstjórn 28. október sl.

Sérreglurnar voru samþykktar í kjölfar sérfræðiálits.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 59. fundur - 02.12.2020

Samkvæmt reglugerð nr. 731/20120, um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021, hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra allt að 4.810 þorskígildistonn af botnfiski til ráðstöfunar til byggðalaga sem falla undir skilyrði a.og b. liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.

Nú hefur verið úthlutað á byggðir innan Dalvíkurbyggðar og er úthlutunin svohljóðandi:
Árskógssandur - 4,38% af heild - 210 tonn
Dalvík - 1,46% af heild - 70 tonn
Hauganes - 0,31% af heild - 15 tonn

Samtals koma 295 tonn í hlut Dalvíkurbyggðar.

Með bréfi ráðuneytisins frá 11. september sl. var óskað eftir rökstuddum tillögum sveitarstjórna varðandi sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins og einstakra byggðalaga. Sá frestur var síðan framlengdur til 30. október þar sem skipting úthlutunar byggðakvóta lá ekki fyrir.

Nú liggur úthlutunin fyrir og er þá sveitarfélögum aftur gefinn frestur til 8. desember til að óska eftir breytingum á þegar innsendum tillögum.

Eftir að sérreglur byggðalaga hafa verið teknar til efnislegrar meðferðar í ráðuneytinu og auglýstar á vef þess mun ráðuneytið beina því til Fiskistofu að auglýsa byggðakvóta fyrir viðkomandi byggðarlög til umsóknar eins fljótt og auðið er.

Sérreglur frá Dalvíkurbyggð hafa þegar verið teknar til efnislegrar meðferðar í ráðum og sveitarstjórn. Sérreglur voru sendar inn til ráðuneytisins fyrir gefinn frest 30. október og verða engar breytingar gerðar á þeim af hálfu ráðsins.