Lántaka 2020

Málsnúmer 202007083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Á fundi byggðaráðs þann 21. júlí s.l. var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýlusviðs falið að kanna með lántöku til að mæta viðauka vegna lækkunar á framlögum frá Jöfnunarsjóði.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir upplýsingum sem þær hafa aflað frá Lánasjóði sveitarfélaga um hvaða möguleikar standa Dalvíkurbyggð til boða.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að unnið sé að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 og metin lánsþörf kæmi þá nánar fram.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 952. fundur - 27.08.2020

Á fundi byggðaráðs þann 20. ágúst s.l. var lagt fram til kynningar upplýsingar frá Lánasjóði sveitarfélaga um hvaða möguleikar standa Dalvíkurbyggð til boða hvað varðar lántöku á móti viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna áætlaðrar lækkunar á framlögum frá Jöfnunarsjóði. Í ofangreindum heildarviðauka II skv. máli 202008030 er viðbótar lántaka metin 85 m.kr. vegna Eignasjóðs en fyrir er heimild til 90 m.kr. lántöku Hafnasjóðs, sem er hafin, og 30 m.kr. lántöku Eignasjóðs.

Lagt er til að aukin lántaka verði Eignasjóðs vegna stöðu skammtímaskulda gagnvart Aðalsjóði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, allt að 115 m.kr, í samræmi við minnisblað, dagsett þann 25.08.2020, og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020, sbr. 7. liður mál 202008030.

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst s.l. var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að undirbúa lántöku hjá Lánasjóði sveítarfélaga, allt að 115 m.kr. í samræmi við minnisblað og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir meðfylgjandi drögum að lánssamningi við Lánasjóð sveitarfélaga að upphæð kr. 115 m.kr. til 14 ára með föstum verðtryggðum vöxtum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á fundi byggðaráðs þann 24. september s.l. var til umfjöllunar lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 115.000.000 til 14 ára með föstum verðtryggðum vöxtum, samanber meðfylgjandi lánasamningur. Byggðaráð samþykkti fyrirliggjandi lánasamning og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 115.000.000 til 14 ára með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitasstjórnarlaga nr. 138/20111, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið vegna framkvæmda Eignasjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt hefur Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, 070268-2999, fullt og ótakmarkað umboð til þess fyrir hönd Dslvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.