Á fundi byggðaráðs þann 21. júlí s.l. var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýlusviðs falið að kanna með lántöku til að mæta viðauka vegna lækkunar á framlögum frá Jöfnunarsjóði.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir upplýsingum sem þær hafa aflað frá Lánasjóði sveitarfélaga um hvaða möguleikar standa Dalvíkurbyggð til boða.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að unnið sé að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 og metin lánsþörf kæmi þá nánar fram.