Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Teknir fyrir tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsettir 20. og 29. apríl 2020, svar við tilboði Dalvíkurbyggðar í Selárlandið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða gagntilboð Ríkisins í Selárlandið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.
Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 16 við fjáhagsáætlun 2020, 10 miljónir króna, hækkun á fjárfestingu í eignasjóði 32200-11500 vegna kaupa á Selárlandinu. Fjárhæðin komi til lækkunar á handbæru fé."