Umsókn um lóð við Hringtún 17, Dalvík

Málsnúmer 201902027

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 17. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Hóla- og túnahverfis.
Breytingin felst í stækkun á byggingarreit innan lóðarinnar.
Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.
Komi ekki fram athugasemdir frá nágrönnum veitir umhverfisráð sviðsstjóra heimild til að veita umsækjanda lóðina.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 316. fundur - 15.03.2019

Til umræðu erindi frá íbúum við Hringtún og Miðtún vegna grenndarkynningar lóðanna Hringtún 17 og 19.
Á fundi sínum 19. febrúar 2019 fól sveitarstjórn sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi lóðanna Hringtún 17 og 19.
Breytingin fólst í stækkun á byggingarreitum, aukningar á byggingarmagni og að heimilt sé að byggja parhús í stað einbýlishúsa á lóðunum við Hringtún 17 og 19 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr. 1 frá arkitektastofunni form ráðgjöf dags. 04.02.2019.
Send voru út grenndarkynningargögn á sjö næstu nágranna og þeim kynnt tillagan og gefinn frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna til umhverfisráðs innan fjögurra vikna, eða til miðvikudagsins 20. mars 2019.
Þann 5. mars 2019 barst sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs sameiginlegt athugasemdarbréf vegna breytingartillögunnar frá átta næstu nágrönnum Hringtúns 17 og 19.
Megininntak athugasemda nágrannanna lítur að túlkun á 43. gr. skipulagslaga þ.e.a.s. hvort fyrrgreinda breytingartillögu eigi að túlka sem óverulega breytingu sem er grenndarkynnt eða sem almenna deiliskipulagsbreytingu með málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Einnig gera nágrannarnir athugasemdir við breytingu á húsgerðum þ.e.a.s úr einbýlishúsum yfir í parhús. Einnig bárust erindi frá eigendum að Hringtúni 21 og 30 ásamt Miðtúni 3 og 4 þann 14. mars.
Umhverfisráð leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting.
Umhverfisráð telur að almennt séð sé ekki vera grundvallarmun á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa nema að því leyti að hús geta verið ólík í útliti. Væntanlega munu parhús ekki breyta yfirbragði hverfisins svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem komin er. Aukning umferðar vegna tveggja viðbótaríbúða er óveruleg og breytir ekki stöðu nágranna í neinum grundvallaratriðum.
Umhverfisráðs leggur einnig til að gerðar verði eftirtaldar breytingar á grenndarkynntri tillögu á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún:
1.
Að heildarbyggingarmagn á lóðum nr. 17 og 19 verði aukið úr 260 m² í 300 m².
2.
Að lóð nr. 17 við Hringtún verði stækkuð um 94.3 m² á kostnað lóðar nr. 19.
3.
Að byggingarreitir lóða nr. 17 og 19 við Hringtún séu stækkaðir um 1 m til vesturs.
4.
Að norðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð um 2 m til suðurs, og verði eftir breytingu 5 m frá norðurlóðarmörkum í stað 3 m.
5.
Að suðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð til suðurs um 4.2 m.
6.
Að byggingarreit lóðar nr. 19 við Hringtún verði hliðrað um 4.2 m til suðurs.
7.
Að austurmörk byggingarreita verði óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með ofantöldum breytingum frá áður grenndarkynntri tillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu erindi frá íbúum við Hringtún og Miðtún vegna grenndarkynningar lóðanna Hringtún 17 og 19.
Á fundi sínum 19. febrúar 2019 fól sveitarstjórn sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi lóðanna Hringtún 17 og 19. Breytingin fólst í stækkun á byggingarreitum, aukningar á byggingarmagni og að heimilt sé að byggja parhús í stað einbýlishúsa á lóðunum við Hringtún 17 og 19 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr. 1 frá arkitektastofunni form ráðgjöf dags. 04.02.2019. Send voru út grenndarkynningargögn á sjö næstu nágranna og þeim kynnt tillagan og gefinn frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna til umhverfisráðs innan fjögurra vikna, eða til miðvikudagsins 20. mars 2019. Þann 5. mars 2019 barst sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs sameiginlegt athugasemdarbréf vegna breytingartillögunnar frá átta næstu nágrönnum Hringtúns 17 og 19. Megininntak athugasemda nágrannanna lítur að túlkun á 43. gr. skipulagslaga þ.e.a.s. hvort fyrrgreinda breytingartillögu eigi að túlka sem óverulega breytingu sem er grenndarkynnt eða sem almenna deiliskipulagsbreytingu með málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Einnig gera nágrannarnir athugasemdir við breytingu á húsgerðum þ.e.a.s úr einbýlishúsum yfir í parhús. Einnig bárust erindi frá eigendum að Hringtúni 21 og 30 ásamt Miðtúni 3 og 4 þann 14. mars. Umhverfisráð leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Umhverfisráð telur að almennt séð sé ekki vera grundvallarmun á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa nema að því leyti að hús geta verið ólík í útliti. Væntanlega munu parhús ekki breyta yfirbragði hverfisins svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem komin er. Aukning umferðar vegna tveggja viðbótaríbúða er óveruleg og breytir ekki stöðu nágranna í neinum grundvallaratriðum. Umhverfisráðs leggur einnig til að gerðar verði eftirtaldar breytingar á grenndarkynntri tillögu á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún: 1. Að heildarbyggingarmagn á lóðum nr. 17 og 19 verði aukið úr 260 m² í 300 m². 2. Að lóð nr. 17 við Hringtún verði stækkuð um 94.3 m² á kostnað lóðar nr. 19. 3. Að byggingarreitir lóða nr. 17 og 19 við Hringtún séu stækkaðir um 1 m til vesturs. 4. Að norðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð um 2 m til suðurs, og verði eftir breytingu 5 m frá norðurlóðarmörkum í stað 3 m. 5. Að suðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð til suðurs um 4.2 m. 6. Að byggingarreit lóðar nr. 19 við Hringtún verði hliðrað um 4.2 m til suðurs. 7. Að austurmörk byggingarreita verði óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með ofantöldum breytingum frá áður grenndarkynntri tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu á þessum lið:

"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns. Sveitarstjórn vísar því til umhverfisráðs að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Tillögurnar yrðu lagðar fyrir byggðaráð og niðurstöður færu í framhaldinu í almenna kynningu.

Rökstuðningur:
Það er stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Í lið 24 verður til afgreiðslu ný húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2019-2027.
Þar kemur fram að áætluð fjölgun í sveitarfélaginu um 25 íbúa kallar á um 10 nýjar íbúðir og er þörfin áætluð þannig:
3 fjölbýli
6 par-og raðhús
1 einbýli
Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík.
Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna."


Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

Umhverfisráð - 318. fundur - 05.04.2019

Undir þessum lið koma inn á fundinn Katrín Sigurjósdóttir sveitarstjóri kl. 10:00
Á 311. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns. Sveitarstjórn vísar því til umhverfisráðs að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Tillögurnar yrðu lagðar fyrir byggðaráð og niðurstöður færu í framhaldinu í almenna kynningu.

Rökstuðningur:
Það er stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Í lið 24 verður til afgreiðslu ný húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2019-2027.
Þar kemur fram að áætluð fjölgun í sveitarfélaginu um 25 íbúa kallar á um 10 nýjar íbúðir og er þörfin áætluð þannig:
3 fjölbýli
6 par-og raðhús
1 einbýli
Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík.
Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna."

Lög fram til kynningar og umræðu samantekt frá teiknistofu arkitekta um mögulegar lóðir við þegar byggðar götur
Umhverfisráð leggur til að haldin verði opin íbúafundur í Bergi fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:15.
Þar verða kynntar þær hugmyndir sem unnið hefur verið með um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík.
Einnig verður kallað eftir hugmyndum íbúa um hvar mögulegt væri að koma fyrir minni eignum,fjölbýli,par- og raðhúsum innan núverandi byggðar
Katrín vék af fundi kl. 10:46

Umhverfisráð - 319. fundur - 11.04.2019

Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar.
1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019.

Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4.

Til umræðu ofangreint.

Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs, Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Lilja Bjarnadóttir, Helga Íris Ingólfsdóttir og Eva Guðmundsdóttir, aðalmenn úr umhverfisráði, kl. 14:38. Afgreiðslu umhverfisráðs frá 319. fundi ráðsins var vísað til umræðu í byggðarráði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 311.fundi frá 19.mars 2019. Á 319. fundi umhverfisráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu tillögur um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá íbúum í Túnahverfi við Hringtún, Miðtún og Steintún, dagsett þann 17. apríl 2019, er varðar andmæli vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Túnahverfi á Dalvík. Fram kemur óánægja í fyrsta lagi um að breyta lóðum númer 17 og 19 úr því að vera einbýlishúsalóðir í parhúsalóðir. Í öðru lagi að umhverfisráð hafi afgreitt tillögur sem snúa að fleiri lóðum í hverfinu þar sem koma á fyrir minni eignum, fjölbýli, par eða raðhúsum með deiliskipulagsbreytingu. Núverandi deiliskipulag fyrir Hóla- og Túnahverfi var samþykkt fyrir rétt rúmu ári síðan og farið er fram á að ekki verði hróflað við því skipulagi og það fái að standa óbreytt. Undir erindið rita íbúar við Hringtún 1, 2,3,5,6,7,8,21,25,30,32,38,40, Miðtún 1,3,4, Steintún 2,3,4. Til umræðu ofangreint. Haukur, Monika Margrét, Lilja, Helga Íris og Eva viku af fundkl. 15:19.
Afgreiðslu frestað. "

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði og umhverfisráði og felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn.

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 kjörnir fulltrúar úr umhverfisráði; Haukur Gunnarsson, formaður, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Helga Íris Ingólfsdóttir, aðalmaður, Eva Guðmundsdóttir, aðalmaður, Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll, Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn. Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll á fund byggðaráðs þannig að Kristján E. Hjartarson, varamaður í sveitarstjórn, mætti á fundinn undir þessum lið. Einnig mætti á fundinn Árni Ólafsson, skipulagsfræðingur. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn vegna annarra starfa.

Á 905. fundi byggðaráðs þann 3. maí s.l. voru áfram til umfjöllunar skipulagsmál í Túnahverfi vegna umsókna um parhúsalóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19 og andmæla íbúa í Túnahverfi. Ákveðið var að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði, umhverfisráði, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og Árna Ólafssyni, skipulagsfræðingi.

Til umræðu ofangreint.

Monkia vék a fundi kl. 13:53 til annarra verkefna.
Haukur, Helga Íris, Eva og Árni viku af fundi kl. 14:07.
Þórhalla og Kristján viku af fundi kl. 14:13.
a) Tillaga umhverfisráð um breytingar á deiliskipulagi í Túnahverfi vegna lóða 17 og 19 við Hringtún:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur umhverfisráðs frá 316.fundi ráðsins þann 15.mars þar sem umhverfisráð leggur til deiliskipulagsbreytingu vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.
b) Svar og rökstuðningur byggðaráðs vegna erindis og andmælum frá íbúum í Túnahverfi, dagsett þann 17.04.2019:
Almennt séð er ekki grundvallarmunur á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa.
Ekki er séð að parhús muni breyta yfirbragði hverfisins, svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem er þegar komin.
Markmið sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar er að þétta byggð á þegar tilbúnum lóðum við þegar tilbúnar götur.
Raðhús og parhús eru í byggingu við Hringtún nú þegar og áform um frekari byggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi og úthlutun lóða.
Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og það er metið eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.
Samandregið þá er það mat byggðaráðs að það væri ekki úr takti ef frekari parhús eða raðhús munu rísa í framtíðinni í Túnahverfi.
Að lokum; Ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu.
Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/
c) Til umræðu tillögur umhverfisráðs um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l.

Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar.
1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögur umhverfisráðs og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

15.a):

Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
a) Tillaga umhverfisráð um breytingar á deiliskipulagi í Túnahverfi vegna lóða 17 og 19 við Hringtún:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur umhverfisráðs frá 316.fundi ráðsins þann 15.mars þar sem umhverfisráð leggur til deiliskipulagsbreytingu vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.


15.b)
Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
Svar og rökstuðningur byggðaráðs vegna erindis og andmælum frá íbúum í Túnahverfi, dagsett þann 17.04.2019:
Almennt séð er ekki grundvallarmunur á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa. Ekki er séð að parhús muni breyta yfirbragði hverfisins, svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem er þegar komin. Markmið sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar er að þétta byggð á þegar tilbúnum lóðum við þegar tilbúnar götur. Raðhús og parhús eru í byggingu við Hringtún nú þegar og áform um frekari byggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi og úthlutun lóða. Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og það er metið eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda. Samandregið þá er það mat byggðaráðs að það væri ekki úr takti ef frekari parhús eða raðhús munu rísa í framtíðinni í Túnahverfi. Að lokum; Ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu. Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/

15.c)
Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
Til umræðu tillögur umhverfisráðs um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l. Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögur umhverfisráðs og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.


Til máls tóku Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun sveitarstjórnar:
Á 313.fundi sveitarstjórnar þann 16.apríl var umhverfisráði falið að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum með þeim rökstuðningi að það sé stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Einnig er það stefna sveitarstjórnar að tryggja nægt magn fjölbreyttra íbúðalóða. Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík. Ef fasteignaauglýsingar í Dalvíkurbyggð eru skoðaðar í dag sést að ekkert framboð er á eignum í par-, rað- eða fjölbýlishúsum á Dalvík. Þetta hamlar íbúafjölgun og framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna. Ofangreindir 3 kostir snúa allir að því að þétta byggð, nýta betur þegar tilbúnar götur og þá fjárfestingu sem búið er að leggja í gatna-og veitukerfin og fjölga íbúðakostum. Með því að taka deiliskipulag þessara svæða til endurskoðunar gefst nágrönnum og hagsmunaaðilum kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.
Stefna sveitarstjórnar er láta vinna deiliskipulag fyrir nýja íbúabyggð og er æskilegt að sú vinna hefjist sem fyrst.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
15. a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu umhverfisráðs og byggðaráðs vegna deiliskipulagsbreytinga vegna lóða 17 og 19 við Hringtún.
Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.

15. b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreind rök og svar byggðaráðs til íbúa í Túnahverfi við erindi dagsettu þann 17. apríl 2019.

15. c): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og byggðaráðs að hvað varðar um á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l. og að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar:
1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að bókun.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs á úthlutun lóðar við Hringtún 17 til Ottó Biering Ottóssonar á grundvelli umsóknar og erindi dagsettu þann 3. febrúar 2019. Erindinu fylgdi jafnframt ósk eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða með 7 atkvæðum fyrri samþykkt sína frá 19.02.19 um úthlutun umhverfisráðs á lóðinni við Hringtún 17 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi Túna- og Hólahverfis þar sem einbýlishúsalóðinni við Hringtún 17 hefur verið breytt í lóð fyrir parhús með númerin 17a - 17b.