Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 99, frá 07.10.2020

Málsnúmer 2010003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Fundargerðin er í 13 liðum.
3. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Með bréfi, sem dagsett er 17. júlí 2020, var óskað eftir því að Vegagerð ríkisins legði þjóðveg að Dalvíkurhöfn. Núverandi þjóðvegur liggur að ferjubryggunni í Dalvíkurhöfn og þjónar eingöngu ferjusamgöngum til Grímseyjar og Hríseyjar. Þessi ósk um þjóðveg að þeim hluta Dalvíkurhafnar sem þjónar fiskveiðum og vinnslu fisks hófst þegar framkvæmdir við Austurgarð voru á hönnunarstigi.
    Með bréfi sem dagsett er 21. september 2020 er tillaga frá Vegagerðinni um að þjóðvegurinn að hafnarsvæði nái um 50m frá þjóðvegi 82 eftir Sjávarbraut.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 99 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun: Þessi tillaga, sem fram kemur í áðurnefndu bréfi frá Vegagerð ríksins, er óásættanleg og þjónar á engan hátt þeirri auknu starfssemi sem er fyrirséð að muni verða á athafnasvæði Dalvíkurhafnar, með tilkomu bæði hins nýja frystihúss, fjölgun fiskiskipa sem koma til löndunar og einnig þeirrar miklu umferðar flutningabíla sem starfssemin kallar á. Ráðið felur einnig starfsmönnum að fylgja málinu eftir við Vegagerðina. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.