Umhverfisráð - 341, frá 17.09.2020

Málsnúmer 2009011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Fundargerðin er í 17 liðum.
2 liður er sér liður á dagskrá.
4. liður þarfnast afgreiðslu.
5. liður þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
  • Til kynningar og umræðu fundargerð samráðsfundar með íbúum við Bjarkarbraut sem haldin var miðvikudaginn 9. september síðastliðinn.

    Umhverfisráð - 341 Eftir grenndarkynningu og samráðsfund með íbúum tekur umhverfisráð undir áhyggjur íbúa varðandi hugsanleg neikvæð áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og getur því ekki fallist á umsókn Mílu um byggingarleyfi.
    Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir því við Mílu að aðrar leiðir verði skoðaðar.
    Samþykkt samljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um höfnun umsóknar Mílu um byggingarleyfi.
  • Til umræðu innsent erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni dags. 03. september 2020 vegna Friðlands Svarfdæla þar sem hann óskar eftir að allri losun á úrgangi verði hætt í Hrísahöfða. Umhverfisráð - 341 Umhverfisráð leggur til að bannað verði að losa allan úrgang í Hrísahöfða nema garðaúrgang og að sett verði upp skilti til leiðbeininga.
    Samkvæmt upplýsingum ráðsins er verndaráætlun Friðlands Svarfdæla langt komin og gert ráð fyrir að hún verði tilbúin í vetur.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Jón Ingi Sveinsson.
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til eftirfarandi: Sveitarstjórn samþykkir að fela umhverfisráði að upplýsa um fyrirkomulag úrgangsmála og hvað tekur við með lokuninni og þá taki sveitarstjórn afstöðu til málsins.

    Guðmundur St. Jónsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að vísa þessum lið aftur til umhverfisráðs til frekari útfærslu.