Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 960, frá 15.10.2020

Málsnúmer 2010011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
  • Samkvæmt samþykkt byggðaráðs á 956. fundi þann 24. september 2020 hafa framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sett upp áætlun um viðræður framtíðarfyrirkomulags brunavarna.

    Með fundargögnum fylgdi samantekt af vinnufundum frá 28. september, 9. október og 13. október.

    Að mati framkvæmdastjóranna er nauðsynlegt að fá samþykki sveitarfélaganna á aðkeyptri þjónustu fagaðila við úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála.

    Lagt er til að kostnaður af slíkri úttekt skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu.

    Leitað var til þriggja aðila um að leggja inn áætlun í úttekt á núverandi stöðu og mat á kostum og göllum sameiningar. Áætlanir eru byggðar á gögnum sem send voru og fundum aðila með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Tveir skiluðu inn áætlun, upplýsingar um að þriðji aðilinn hefði áhuga á að skila inn áætlun bárust of seint.

    Framkvæmdarstjórar sveitarfélaganna leggja til að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samkvæmt áætluninni ættu niðurstöður vinnunnar að liggja fyrir eigi síðar en 21. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 960 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður af úttekt HLH ráðgjafar skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu og felur sveitarstjóra að koma með viðauka á næsta fundi vegna þessa.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf um úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.