Umsókn um lóð við Hringtún 19, Dalvík

Málsnúmer 201902028

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 19. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis.
Breytingin felst í stækkun á byggingarreit innan lóðarinnar.
Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.
Komi ekki fram athugasemdir frá nágrönnum veitir umhverfisráð sviðsstjóra heimild til að veita umsækjanda lóðina.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á 310. fundi veitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 19. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða með 7 atkvæðum fyrri samþykkt frá 19.02.19 um úthlutun umhverfisráðs á lóðinni við Hringtún 19 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi Túna- og Hólahverfis þar sem einbýlishúsalóðinni við Hringtún 19 hefur verið breytt í lóð fyrir parhús með númerin 19a - 19b.