Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 957, frá 08.10.2020

Málsnúmer 2010005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Fundargerðin er í 12 liðum.
1. liður er sérliður á dagskrá.
5. liður er sérliður á dagskrá.
4. liður a) og b) þarfnast afgreiðslu.
12. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.

  • Á 951. fundi byggðaráðs þann 20. ágúst 2020 voru tilnefndir fulltrúar frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

    Taka þarf ákvörðun um þóknun vegna fundasetu og hvar hún vistast hjá Dalvíkurbyggð.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 957 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þóknun fulltrúa Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráðinu fylgi fundaþóknun fyrir setu í ráðum og nefndum almennt fyrir Dalvíkurbyggð.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður vegna fundarsetu bókist á deild 02500; sameiginlegur kostnaður undir málaflokknum félagsþjónusta, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir fundarboð frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjaraðr, rafpóstur dagsettur þann 1. október 2020, þar sem boðað er til ársfundur miðvikudaginn 14. október 2020. Fundurinn verður rafrænn í TEAMS.

    Með fundarboði fylgir ársskýrsla 2019, ársreikningur 2019 og skipulagsskrá frá maí 2017.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 957 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sitja fundinn fyrir hönd Dalvikurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sitji ársfund Símennuntarmiðstöðvar Eyjafjarðar.