Frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi; Fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 202509002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1156. fundur - 04.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem biðlað er til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að standa með samtökunum í að friða Eyjafjörðinn frá umdeildri og mengandi sjókvíaeldi og styðja þannig þær fjölbreyttu atvinnugreinar sem þrífast hér á grunni heilbrigðs lífríkis.
Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem biðlað er til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að standa með samtökunum í að friða Eyjafjörðinn frá umdeildri og mengandi sjókvíaeldi og styðja þannig þær fjölbreyttu atvinnugreinar sem þrífast hér á grunni heilbrigðs lífríkis.
Niðurstaða : Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar.".
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
"Dalvíkurbyggð og Laxós ehf. hafa gert með sér viljayfirlýsingu varðandi uppbyggingu stórseiðastöðvar og 20 þúsund tonna landeldisstöð við Hauganes í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar telur að þar séu framtíðarmöguleikar í fiskeldi í Eyjafirði. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er mótfallin opnu sjókvíaeldi í Eyjafirði. "


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að bókun.