Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 1. september sl., þar sem óskað er eftir stöðuhlutalli sem nemur þeirri styrkupphæð sem hlaust frá Safnasjóði vegna skráningar fyrir Byggðasafnið. Stöðuhlutfallið myndi alltaf miðast við styrkupphæðina svo að ekki er verið að óska eftir að sveitafélagið leggi til aukinn kostnað við þetta verkefni. Stöðuhlutfallið myndi að auki aðeins vera fram að áramótum þar sem ætlast er til að verkefnið sem er styrkt vinnist innan ársins 2025.
Hins vegar óskar forstöðumaður eftir að nýta hluta af því stöðuhlutfalli sem samþykkt var sem sumarstarf í fjárhagsáætlun 2025 fyrir Byggðasafnið (90% starf í 3 mánuði sem ekki var nýtt að upphæð kr. 2.094.762). Ekki er óskað eftir því að nýta full 90% í þrjá mánuði heldur frekar því sem jafngildir ca 40% starfi frá október - desember. Ekki er því um kostnaðarauka að ræða.