Beiðni til sveitarfélags um fjárstuðning við starfsemi Stígamóta

Málsnúmer 202509004

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 288. fundur - 09.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 01.09.2025 um beiðni um framlag til starfsmeni Stígamóta fyrir árið 2026.
Félagsmálaráð hafnar erindinu með fjórum greiddum atkvæðum og vill halda áfram að styrkja sambærileg úrræði í nærumhverfinu.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 288. fundi félagsmálaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 01.09.2025 um beiðni um framlag til starfsmeni Stígamóta fyrir árið 2026.
Niðurstaða : Félagsmálaráð hafnar erindinu með fjórum greiddum atkvæðum og vill halda áfram að styrkja sambærileg úrræði í nærumhverfinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að hafna erindinu frá Stígamótum um framlag fyrir árið 2026.