Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni - tækifærisleyfi dansleikur í Höfða

Málsnúmer 202508111

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1156. fundur - 04.09.2025

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ungmennafélagsins Atla um tækifærisleyfi vegna dansleiks í samkomuhúsinu Höfða 14. september nk.

Meðfylgjandi eru umsagnir frá skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar sem eru báðar jákvæðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ungmennafélagsins Atla um tækifærisleyfi vegna dansleiks í samkomuhúsinu Höfða 14. september nk.
Meðfylgjandi eru umsagnir frá skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar sem eru báðar jákvæðar.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.