Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 140. fundur - 06.11.2024

Undir þessum lið kom á fundinn María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi kl. 8:30

Skipulagsfulltrúi óskar eftir tillögum veitu- og hafnaráðs varðandi megin áherslur verkefnisins.
Farið var yfir drög að verðkönnun og ræddar þær breytingar sem veitu- og hafnaráð leggur til.
Veitu- og hafnaráð leggur til við skipulagsráð að gerð verði ein verðkönnun fyrir hafnasvæði Dalvíkurhafnar og Árskógssandshafnar. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi kom til fundar kl. 10:35
Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur. Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 378.fundi sveitarstjórnar þann 18.mars sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Lagt fram til kynningar

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík lauk þann 7.september sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.


Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 37. fundi skipulagsráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík lauk þann 7.september sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.