Á 149. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sögu Jónsdóttur, sem varðar hitastig á vatni hitaveitu inn í hús hennar í Svarfaðardal, Hreiðarstaðarkot II.
Á 144.fundi veitu- og hafnaráðs þann 5.febrúar sl., var veitustjóra falið að vinna frekar að þessu máli. Málið var aftur tekið fyrir á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þar sem veitustjóri lagði fram tillögu til umræðu og afgreiðslu og lagði til árlega niðurgreiðslu vegna lágs hitastigs á vatni til notanda. Niðurstaða fundarins var að veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða með 4 atkvæðum að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Sveitarstjóri og veitustjóri upplýstu um þær upplýsingar sem fram hafa komið.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna fyrirliggjandi erindi þar sem hitastig á vatni í Hreiðarkoti II, skv. orkumæli, hefur alltaf verið yfir viðmiðunarhitastig gjaldskrár sem er 25°C. Orkugjald fyrir árið 2025 er samkvæmt gjaldskrá 3,31kr/kWst. Í 26.gr. í V.kafla Reglugerðar nr. 1090/019 fyrir hitaveitu Dalvíkur segir m.a.: "Hitaveitunni er ekki skylt að greiða bætur eða veita afslátt vegna takmörkunar á afhendingu heita vatnsins og/eða lækkunar á hitastigi."
Lagt fram til kynningar.