Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk. "
Niðurstaða : Forseti gerði grein fyrir að ekki liggja fyrir frekari gögn eða umsagnir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu umsagnir skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og endurnýjuð umsögn slökkviliðsstjóra í september 2025. Erindið er endurupptekið að beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi.