Frá Sýslumanninum á Suðurlandi; Mál nr. 2023-045088 Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 202309042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1080. fundur - 14.09.2023

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk. "
Forseti gerði grein fyrir að ekki liggja fyrir frekari gögn eða umsagnir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22.. Um er að ræða umsókn Bruggsmiðjunar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni koma fram hvort skilyrði sem talin eru upp í 5 liðum séu uppfyllt.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofanreindu máli til skoðunar og umsagnar hjá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra fyrir fund sveitarstjórnar þann 19. september nk. "
Niðurstaða : Forseti gerði grein fyrir að ekki liggja fyrir frekari gögn eða umsagnir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu umsagnir skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og endurnýjuð umsögn slökkviliðsstjóra í september 2025. Erindið er endurupptekið að beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að ofangreint leyfi verði veitt fyrir sitt leyti og eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
1. Starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
2. Lokaúttekt hefur farið fram í húsnæðinu.
3. Staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Leyfið er veitt með eftirfarandi skilyrðum hvað varðar afgreiðslutíma:
Leyfishafa er einungis heimilt að selja áfengi sem framleitt er á viðkomandi framleiðslustað
Afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
Sala áfengis í smásölu á framleiðslustað er óheimil á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17.
júní og fyrsta mánudag í ágúst.
4. Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
5. Kröfum um brunavarnir, miðað við þá starfsemi sem fyrirhuguð er, er fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs, sbr. umsögn slökkviliðsstjóra.