Frá 382. fundi sveitarstjórnar þann 16.09.2025; Sala á verbúðum - framkvæmd.

Málsnúmer 202506045

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Nýtt mál sett á dagskrá vegna komandi áætlunargerðar við fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

Yfirhafnavörður gerði grein fyrir ástæðu þess að rafmagnskostnaður vegna verbúða er hærri en ætti að vera.
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela yfirhafnaverði að koma stórnotendum rafmagns í verbúðum á sérmæli.
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 1151. fundur - 03.07.2025

Á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.júní sl., var eftirfarandi bókað:
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela yfirhafnaverði að koma stórnotendum rafmagns í verbúðum á sérmæli.
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.

Tekin fyrir b) liður bókunar veitu- og hafnaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa b) lið um sölu verbúða til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn í september.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Undir þessum lið vék Freyr Antonsson af fundi sveitarstjórnar kl. 17:23 og 1. varaforseti tók við fundarstjórn.


Á 1151. fundi byggðaráðs þann 3. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 148.fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.júní sl., var eftirfarandi bókað:
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela yfirhafnaverði að koma stórnotendum rafmagns í verbúðum á sérmæli.
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.
Tekin fyrir b) liður bókunar veitu- og hafnaráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa b) lið um sölu verbúða til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn í september."
Til máls tók:

Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju að þessum lið loknum kl. 17:26 og tók við fundarstjórn.

Byggðaráð - 1158. fundur - 25.09.2025

Á 382.fundi sveitarstjórnar þann 16.september sl., var tekin fyrir b) liður bókunar veitu- og hafnaráðs af 148.fundi þess þar sem eftirfarandi var bókað:
b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við byggðaráð að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs/sveitarfélagsins.

Á 1151.fundi byggðaráðs þann 3.júlí sl., var samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa b) lið um sölu verbúða til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Niðurstaða sveitarstjórnar á 382.fundi sínum var eftirfarandi:
Undir þessum lið vék Freyr Antonsson af fundi sveitarstjórnar kl. 17:23 og 1. varaforseti tók við fundarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að verbúðirnar fari úr eigu og rekstri Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis. Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju að þessum lið loknum kl. 17:26 og tók við fundarstjórn.
Freyr Antonsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 16:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að semja við fasteignasölu til þess að sjá um söluferlið á verbúðunum.

Freyr kom aftur til fundar kl. 16:30