Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka 2025

Málsnúmer 202509062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 11. september sl., en móttekið þann 9. september sl., þar sem óskað er eftir viðaukum við fjárhagsáætlun 2025.

a) Launaviðauki á deild 02150 þannig að laun á deild 02150, heimaþjónusta, lækki um kr. 29.883.987 vegna samnings við Dalbæ um Gott að eldast og á móti hækki liður 02150-9145 um kr. 34.455.504. Liður 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og á móti lækki liður 28000-0655 um sömu fjárhæð. Nettóbreytingin er því kr. 7.587.360.
b) Launaviðauki til lækkunar á deild 02560 að upphæð kr. 31.137.127 vegna breyttra forsenda.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 39 við deild 21500, þannig að laun lækki um kr. 29.883.987, liður 02150-9145 hækki um kr. 34.455.504, tekjur á lið 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og tekjur á lið 28000-0655 lækki á móti um sömu fjárhæð. Nettó breytingin er kr. 7.587.360 sem er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 40 við deild 02560, þannig að launaliðir lækki um kr. 31.137.127 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 11. september sl., en móttekið þann 9. september sl., þar sem óskað er eftir viðaukum við fjárhagsáætlun 2025.
a) Launaviðauki á deild 02150 þannig að laun á deild 02150, heimaþjónusta, lækki um kr. 29.883.987 vegna samnings við Dalbæ um Gott að eldast og á móti hækki liður 02150-9145 um kr. 34.455.504. Liður 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og á móti lækki liður 28000-0655 um sömu fjárhæð. Nettóbreytingin er því kr. 7.587.360.
b) Launaviðauki til lækkunar á deild 02560 að upphæð kr. 31.137.127 vegna breyttra forsenda.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 39 við deild 21500, þannig að laun lækki um kr. 29.883.987, liður 02150-9145 hækki um kr. 34.455.504, tekjur á lið 21500-0655 verði kr. -9.000.000 og tekjur á lið 28000-0655 lækki á móti um sömu fjárhæð. Nettó breytingin er kr. 7.587.360 sem er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 40 við deild 02560, þannig að launaliðir lækki um kr. 31.137.127 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að laun deildar 02150 lækki um kr. 29.883.987, liður 02150-9145 hækki um kr. 34.455.504, tekjur á lið 02150-0655 verði kr. -9.000.000 og tekjur á lið 02800-0655 lækki á móti um sömu fjárhæð. Nettó breytingin er kr. 7.587.360 sem sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að launaliðir deildar 02560 lækki um kr. 31.137.127. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.