Sveitarstjórn

353. fundur 20. desember 2022 kl. 16:15 - 20:02 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnar Kristinn Guðmundsson sat fundinn í gegnum TEAMS fjarfund vegna ófærðar.
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1050, frá 01.12.2022

Málsnúmer 2211014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; M202208116 - gjaldskrá vegna íþrótta- og æskulýðsmála.
Liður 4 a) er sér liður á dagskrá; M202208011
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202211164
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202201039
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1051, frá 08.12.2022

Málsnúmer 2212004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202212023
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202212024
Liður 9 er sér liður á dagskrá; M202212025
Liður 10 er sér liður á dagskrá; M202212026
Liður 11 er sér liður á dagskrá; M202212028
Liður 12 er sér liður á dagskrá; M202212035
Liður 13 er sér liður á dagskrá; M202212034
Liður 16 er sér liður á dagskrá; M202212045
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1052, frá 15.12.2022

Málsnúmer 2212009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 2. b) er sér liður á dagskrá; M202111015.
Liður 3. c) er sér liður á dagkrá; M202206059.
Liður 5) um verkefni byggingafulltrúa fari til SBE er sér liður á dagskrá; M202210045.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; M202208116.
Liður 7 a), b) og c) er sér liður á dagskrá; M202202044.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202212053.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; M202212038.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; M202212068.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; M202212033.
Liður 14 er sér liður á dagskrá; M202212071.
Liður 15 er sér liður á dagskrá; M202212072.
Liður 16 er sér liður á dagskrá; M202212073.
Liður 18 er sér liður á dagskrá; M202210074.



Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 264, frá 13.12.2022

Málsnúmer 2212006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202211041
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202211048

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 277, frá 14.12.2022

Málsnúmer 2212005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; M202211041.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 143, frá 06.12.2022

Málsnúmer 2212001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202208116.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 5, frá 14.12.2022

Málsnúmer 2212003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá en undir máli M202103144.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202205007
Liður 11 er sér liður á dagskrá; M202205033.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; M202211105.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; M202205034.
Liður 14 er sér liður á dagskrá; M202212077.


Til máls Helgi Einarsson um lið 5.

Fleiri tóku ekki til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt var samhljóða að bæta 5 lið á dagskrá sveitarstjórnar; M202106167.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 34, frá 25.11.2022

Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; M202211044
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4, frá 09.12.2022

Málsnúmer 2212002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá en undir máli 202103144.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202209104.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; M202212021.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; M202206086.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 120, frá 07.12.2022.

Málsnúmer 2211013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; M202211120.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; M202210077.
Liður 11 er sér liður á dagskrá en undir máli 202103144.
Til máls tók:
Helgi Einarsson um lið 3.

Fleiri tóku ekki til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta lið 5 á dagskrá sveitarstjórnar; Mál númer 201407032.

11.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

a) Gjaldskrá vegna íþrótta- og æskulýðsmála.

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var frestað afgreiðslu á tillögu að gjaldskrá vegna iþrótta- og æskulýðsmála og óskað var eftir að fá gjaldskrána aftur á fund byggðaráðs eftir að búið er að fara yfir hana samkvæmt ábendingum byggðaráðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettur þann 24. nóvember sl. þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda gjaldskrá eins og hún liggur fyrir. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

b) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar en afgreiðslu á gjaldskránni var frestað í byggðaráði. Niðurstaða: a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna íþrótta- og æskulýðsmála 2023.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2023.

12.Frá 34. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga; Gjaldskrá TÁT og Sportapler

Málsnúmer 202211044Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllasakaga þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir gjaldskrá TÁT, fyrir fjárhagsárið 2023. Skólanefnd TÁT, samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2023 og vísar gjaldskrá til samþykktar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2023.

13.Frá 143. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6.12.2022; Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 143. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á gjaldskrá, lagt fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til við sveitarstjórn að öryrkjar og eldriborgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi, frá og með 1. janúar 2023. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur þetta hafa óveruleg áhrif á tekjur íþróttamiðstöðvarinnar og muni ekki þurfa að gera breytingar á fjárhagsáætlun vegna þessa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs þannig að öryrkjar og eldri borgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fá frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi, frá og með 1. janúar 2023.

14.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023. Síðari umræða.

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða að taka tillöguna til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var samþykkt sú tillaga til sveitarstjórnar að gerð verði breyting á b) lið í 2. gr. þannig að orkugjaldið verði kr. 1,525 pr.kwst í stað kr. 1,2 pr.kwst.
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur verði tekin til gagngerðar skoðunar á nýju ári og að þeirri vinnu sé vísað til byggðaráðs og veitu- og hafnaráðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári.

15.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Málsnúmer 202212099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 16. desember sl., þar sem fremur að náðst hefur samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og Sambandsins.

4.gr. samkomulagsins hljóðar svo:
Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.

Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið því hækka um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%.

Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2023 og sveitarfélögum verður heimilað að ákvarða útsvar vegna ársins 2023 eigi síðar en 30. desember 2022 og tilkynna það fjármálaráðuneytinu eigi síðar en þann dag, sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga."


5. gr. samkomulagsins hljóðar svo:

"Skipting framlags

Aðilar eru sammála um að hækkun útsvarstekna sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þessu, verði hluti af framlögum Jöfnunarsjóðs sem veitt eru til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólki á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins, sbr. m.a. 2. mgr. 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga."
Enginn tók til máls.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samhljóða með 7 atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

16.Frá 1050. fundi byggðaráðs þann 1.12.2022; Beiðni um viðauka vegna hækkunar á matvælum

Málsnúmer 202211164Vakta málsnúmer

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 vegna vöruhækkana á matvælum og ljóst að áætlun ársins 2022 stenst ekki. Bókfærð staða 29. nóvember sl. er kr. 8.740.384 og viðbótin verður þá til að kaupa matvæli í desember.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka með lækkun í samræmi við gildandi heimild þannig að hann verði kr.896.159 á lið 04140-2110, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 04140-2110 hækki um kr. 896.159 og að hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8.12.2022; Viðauki vegna hönnunar og framkvæmda á lóð Krílakots

Málsnúmer 202212023Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna tafa á hönnun á lóð Krílakots. Óskað er eftir að liður 32200-11601 lækki um kr. 10.000.000 og verði 0 og liður 32200-11860 lækki um kr. 3.000.000 og verði kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 37 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 32200-11601 verði 0 vegna leikskólalóðar og liður 32200-11860 lækki um kr. 3.000.000 vegna leikskólalóðar. Byggðaráð leggur til að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 32200-11061 verði kr. 0 í stað kr. 10.000.000 og liður 32200-11860 lækki um kr. 3.000.000 og verði kr. 2.000.000. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

18.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8.12.2022; Viðauki vegna led-lýsingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202212024Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 6. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til lækkunar vegna tafa við kaup á búnði fyrir led-væðingu lýsingar í Dalvíkurskóla. Óskað er þvi eftir viðauka til lækkunar að upphæð kr. -14.500.000 á lið 32200-11602. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka til lækkunar að upphæð kr. -14.500.000 í fjárhagsáætlun 2022 á lið 32200-11602, viðauki nr. 38 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Visað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 32200-11602 lækki um kr. 14.500.000 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

19.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8.12.2022; Viðauki vegna frágangs á opnu svæði í Hringtúni

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 6. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.300.000 til lækkunar á lið 32200-11900 vegna frágangs á opnu svæði í Hringtúni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um lækkun á lið 32200-11900-frágangur á opnu svæði í Hringtúni, sem nemur kr. 2.300.000, viðauki nr. 39 við fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.300.000 til lækkunar á lið 32200-11900 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

20.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8.12.2022; Viðauki vegna einangrunar á útveggjum Krílakots

Málsnúmer 202212026Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 6. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar á lið 31120-4610 um kr. 9.500.000 vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Um er að ræða framkvæmd sem flyst að mestu yfir á árið 2023. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni þannig að liður 31120-4610 verður kr. 6.850.000, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 9.500.000 til lækkunar á lið 31120-4610 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

21.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8.12.2022; Viðauki vegna snjómoksturs 2022

Málsnúmer 202212028Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 6. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.000.000 til lækkunar á lið 10600-4948 vegna snjómoksturs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.000.000 til lækkunar á lið 10600-4948, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.000.000 til lækkunar á lið 10600-4948 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

22.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8.12.2022; Viðauki vegna Aðalskipulags

Málsnúmer 202212034Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, móttekið 7. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. -13.008.711 til lækkunar á lið 09220-4320 vegna vinnu við aðalskipulag sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 43 við fjárhagsáætun 2022 þannig að liður 09220-4320 verði kr. 7.000.000 og lækkuninni að upphæð kr. 13.008.711 verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til leiðréttingu á ofangreindum viðauka þannig að lækkunin verði kr. 5.300.000 í stað kr. 13.008.711.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 43 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 09220-4320 lækki um kr. 5.300.000 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

23.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8. 12.2022; Viðauki vegna deiliskipulags

Málsnúmer 202212035Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir viðaukabeiðni frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, móttekin 7. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar að upphæð kr. - 3.876.527 á lið 09230-4320 vegna vinnu við deiliskipulög.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.876.527 til lækkunar á lið 09230-4320 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2022. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 09230-4320 lækki um kr. 3.876.527 og að viðaukanum sé mætt með hækkun á handbæru fé.

24.Frá 1051. fundi byggðaráðs þann 8. 12.2022; Hönnun fráveitu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202212045Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 8. desember 2022, þar sem óskað eftir viðauka að upphæð kr. 12.000.000 til lækkunar vegna hönnunar á tvöföldu fráveitukerfi á Dalvík þar sem ekki tókst að hrinda þeirri vinnu í framkvæmd á þessu ári. Um er að ræða lið 74200-11860- verknúmer FD006. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 44 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 74200-11860-FD006 verði kr. 0 og lækki því um kr. 12.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 74200-11860-FD006 lækki um kr. 12.000.000 og verði kr. 0. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

25.Frá 1052. fundi byggaðráðs þann 15.12.2022; Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202212071Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að taka inn alla þá viðauka inn í fjárhagsáætlunarlíkan sem gerðar hafa verið á árinu 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu breytingar og niðurstöður.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2022 vegna verkefnis um Friðlandsstofu og Gamla skóla. Liður 32200-11950 verði kr. 0 í stað tekjur kr. -14.000.000 og liður 32200-11605 verði kr. 0 í stað kr. 34.000.000. Nettóbreytingin er kr. 20.000.000 sem er lagt til að mætt sé með hækkun á handbæru fé. Búið er að gera ráð fyrir þessari tillögu í heildarviðauka IV. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með tillögu að viðauka nr. 45 vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu."
Til máls tók Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022.

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 9.741.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um kr. 4.099.000.
Fjárfestingaáætlun samstæðu A- og B- hluta er kr. 170.615.000.
Lántaka er kr. 0 fyrir samstæðuna og áætlaðar afborganir lána eru kr. 111.145.000.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu á viðauka nr. 45 vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu þannig að liður 32200-11950 verði kr. 0 í stað tekjur kr. -14.000.000 og liður 32200-11605 verði kr. 0 í stað kr. 34.000.000. Kr. 20.000.000 nettóbreytingu verður mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 í samræmi við ofangreint.

26.Tillögur að erindisbréfum fagráða;

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

a) Nýtt erindisbréf - skipulagsráð

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi skipulagsráðs sem tekið hefur verið fyrir til umsagnar í ráðinu.

b) Nýtt erindisbréf - umhverfis- og dreifbýlisráð.

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi umhverfis- og dreifbýlisráðs sem tekið hefur verið fyrir til umsagnar í ráðinu.

c) Uppfært erindisbréf - veitu- og hafnaráð.

Með fundarboði fylgdi tillaga að uppfærðu erindisbréfi veitu- og hafnaráðs sem tekið hefur verið fyrir til umsagnar í ráðinu.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi skipulagsráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi umhverfis- og dreifbýlisráðs.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi veitu- og hafnaráðs.

27.Frá 277. fundi fræðsluráðs og 264. fundi félagsmálaráðs; Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli

Málsnúmer 202211041Vakta málsnúmer

Á 277. fundi fræðsluráðs þann 14.12.2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá félagi heyrnalausra dags. 08.11.2022. Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu þar sem að búið er að ráðstafa fjármagni fjárhagsárið 2022."
Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13.12.2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 08.11.2022 frá Félagi heyrnarlausra en þau hafa tekið ákvörðun um að láta þýða og útfæra þekktar barnabækur yfir á íslenskt táknmál. Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar "pabbi minn" með góðum árangri. Ákveðið hefur verið að framleiða 5 bækur til viðbótar. Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns. Félagsmálaráð fagnar útgáfu nýrra barnabóka fyrir heyrnaskert börn en því miður hafnar erindinu"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar afgreiðslur fræðsluráðs og félagsmálaráðs um að hafna erindi frá Félagi heyrnalausra um styrk vegna útgáfu bókar.

28.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Styrktarsamningur við Félag eldri borgara.

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja. Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023." Til umræðu ofangreint. Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla viku af fundi kl. 16:11.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfsmönnum félagsmálasviðs verði falið að vinna drög að samningi við Félagi eldri borgara og halda áfram umfjöllun í félagsmálaráði og öldungaráði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu félagsmálaráðs og byggðaráðs um að vinna drög að samningi við Félag eldri borgara.

29.Frá 264. fundi félagsmálaráðs þann 13.12.2022; Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Málsnúmer 202211048Vakta málsnúmer

Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 31.10.2022 frá Stígamótum en óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur. Árið 2021 leituðu 952 einstaklingar til Stígamóta sem brotaþolar kynferðisofbeldis. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Á árinu opnaði einnig hjá Stígamótum ný þjónusta sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi.Félagsmálaráð hefur styrkt Aflið systrasamtök Stígamóta og hafnar því erindinu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagamálaráðs um að hafna erindi Stígamóta um styrk þar sem sveitarfélagið styrkir Aflið, systrasamtök Stígamóta.

30.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar - styrkur á móti fasteignaskatti.

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 15. september 2022, varðandi umsókn um styrk. Menningarráð samþykkti að styrkja Leikfélag Dalvíkur um kr. 375.000 árið 2022 þar sem svigrúm er innan fjárhagsramma. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur varðandi styrk á móti fasteignaskatti, sbr. reglur sveitarfélagsins þar um https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/2022/220118.reglur-um-styrk-a-moti-fasteignaskatti-til-felaga-og-felagasamtaka-2022.pdf. Í reglunum kemur fram að "Starfsemin má ekki njóta samningsbundinna rekstrarstyrkja frá Dalvíkurbyggð eða ígildi þeirra, þ.e. tryggja þarf að styrkur sé ekki tvígreiddur." Umsóknin um styrk á móti fasteignaskatti hefur ekki verið afgreidd þar sem ofangreind erindi frá Leikfélaginu hafa verið í vinnslu. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs getur samkvæmt reglunum vísað álitamálum til byggðaráðs. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að umsókn um styrk á móti fasteignaskatti 2022 verði hafnað þar sem búið er að veita rekstrarstyrk fyrir árið 2022 til Leikfélags Dalvíkur."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að umsókn Leikfélags Dalvíkur um styrk á móti fasteignaskatti 2022 er hafnað.

31.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"c) Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélags Bergs ses vegna yfirfærslu á rekstrinum um áramót til Dalvíkurbyggðar. Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum. Gísli Bjarnason vék af fundi kl.14:14. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að meðfylgjandi drög fari fyrir stjórn Menningarfélagsins Bergs ses með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Fyrir liggur rafpóstur frá 20. desember sl. frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses ásamt fundargerð stjórnar frá 19. desember sl. þar sem fram kemur eftirfarandi bókun um samningsdrögin:
2. Samningur um yfirfærslu á rekstri Menningarhússins Bergs frá Menningarfélaginu Bergi ses til Dalvíkurbyggðar.

Fyrir fundinum lágu drög að yfirtökusamningi sem voru samþykkt á fundi byggðaráðs þann 15. desember s.l. Stjórnin samþykkir drögin með þeim fyrirvara að nauðsynlegt er að í samningnum komi fram að Dalvíkurbyggð tekur yfir greiðslur á stefgjöldum, leyfi fyrir posa, kassakerfi, línuleigu, heilbrigðiseftirlitsgjald og annan fastan kostnað er varðar veitingaleyfið.
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:11. Lilja Guðnadóttir, 1. varaforseti, tók við fundarstjórn.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í bókun stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

32.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:14 og tók við fundarstjórn.

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl.var eftirfarandi bókað:
"Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum. 1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa. 2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál. 3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu. 4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE). Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess er hluti skipulagsverkefna í höndum Forms ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa. Frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur 2 og 4 hér að ofan.Á fundinum var upplýst að sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs áttu fund með SBE þar sem fram kom að SBE getur tekið við málum byggingafulltrúa þann 1. janúar 2023.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að SBE taki við verkefnum byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá og með 1.1.2023 og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fyrir samningsdrög. Fyrirkomulagið verður endurskoðað fyrir lok næsta árs."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að embætti skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar (SBE) taki við verkefnum byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá og með 1.1.2023. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að legga fyrir samningsdrög við byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og að fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir lok næsta árs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því.

33.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi, komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:24. Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna. Einnig var farið yfir á fundinum þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin. Eyrún vék af fundi kl. 15:17.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninu og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum. "
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá velferðarsviði Akureyrarbæjar fyrir hönd valnefndar, dagsettur þann 13. desember sl., þar sem eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn; 1. Fyrri samningurinn ásamt viðauka sem lá fyrir í byrjun september. Leið 2 2. Núverandi samningur sem valnefndin hefur lagt fram með þeim breytingum (gullituðum) sem gerðar voru eftir þeim athugasemdum sem bárust á fundinum þann 9. desember sl. auk verklagsreglna sem fylgja samningnum. Leið 1 3. Excel skjal til að reikna út hlut hvers og eins sveitarfélags með annars vegar leið 1 (valnefndarsamningur) og hins vegar leið 2 (fyrri samningur) 4. samantekt frá fundinum þann 9. desember sl. Óskað er eftir að hvert sveitarfélagið greiði eitt atkvæði á netfang formanns valnefndar fyrir lok fimmtudagins 15. desember nk. um leið 1 eða leið 2. Litið er svo á að þeir sem ekki svara séu að samþykkja samning valnefndar Leið 1.
b) Bréf dagsett þann 13. desember sl. frá innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar breytingar um áramót á barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar og þær breytinga sem gera þarf á stjórnsýslu og samþykkt um stjórn sveitarfélaga, einkum hvað varðar framsetningu á valdframsali til tilgreindra starfsmanna barnaverndarþjónustu, til fullnaðarafgreiðslu mála og eftir atvikum samninga um samvinnu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu. Í bréfinu er að finna leiðbeiningar um hvaða og hvernig breytingar þarf að gera á samþykkt um stjórn sveitarfélaga eftir því sem við á.
c) Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fara leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi: 1. Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár. 2. Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður. Næsti fundur sveitarstjórnar er nk. þriðjudag þar sem verður jafnframt lagt til að sveitarstjóri fái umboð til að undirrita samninginn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi hvað varðar framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála.
frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald. Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið yrði metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs."
Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem vekur athygli á að gera þarf breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar vegna breytinga á barnaverndarþjónustu frá 1.1.2023.
Sveitarstjóri leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar sem þessar breytingar á barnaverndarþjónustu kalla á.

Lilja Guðnadóttir, sem leggur til hvað varðar c) lið að Dalvíkurbyggð leiti eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu við Mið-Ísland (þ.e. Sveitarfélagið Skagafjörður sem leiðandi sveitarfélag) í stað þess að leita til Akureyjarbæjar.
Helgi Einarsson, um c) lið.
Felix Rafn Felixson, um c) lið.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, um c) lið.
Freyr Antonsson, um c) lið.
Katrín Sif Ingvarsdóttir, um c) lið.

Fleiri tóku ekki til máls.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs og að farin verði leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi: 1. Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár. 2. Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umboð til sveitarstjóra að undirrita samninginn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs um framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum:
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald. Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar vegna breytinga á fyrirkomulagi barnaverndarþjónustu.
c) Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð óski eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið verður metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs. Lilja Guðnadóttir situr hjá.

34.Frá 1050. fundi byggðaráðs þann 1.12.2022; Umboð til starfs- og kjaranefndar.

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 28.11.2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfs- og kjaranefnd hafi áfram umboð til að fjalla um og afgreiða tillögur að samkomulagi um styttingu vinnutíma / betri vinnutíma."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir starfs- og kjaranefnd áfram umboð til að fjalla um og afgreiða tillögur að samkomulagi um styttingu vinnutíma / betri vinnutíma.

35.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 202212033Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 14. desember sl, þar sem fram kemur að í nóvember sl. var sendur út gagnapakki til þeirra sveitarfélaga og stofnana sem sambandið fer með kjarasamningsumboð fyrir ásamt því að boðað var til kynningarfundar síðar í sama mánuði. Meðal skjala var að finna endurnýjað kjarasamningaumboð ásamt drögum að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð sem gert er með vísan til ákvæða persónuverndarlaga. Taka skjölin mið af breyttu fyrirkomulagi á upplýsinga- og gagnaöflun í tengslum við gerð kjarasamninga, sem framvegis verður gerð með rafrænum hætti í gegnum gagnalón. Líkt og boðað var, hélt sambandið kynningarfund hinn 28. nóvember s.l. með framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum, launafulltrúum og persónuverndarfulltrúum. Á þeim fundi komu fram gagnlegar ábendingar vegna efnis umræddra skjala og fyrirkomulags á gagnaöflun. Sambandið hefur nú tekið allar framkomnar athugasemdir til frekari skoðunar og hefur skjölum verið breytt til samræmis við ábendingar. Í ljósi framangreinds er meðfylgjandi skeyti þessu eftirfarandi skjöl: MÁP; Mat á áhrifum á persónuvernd Áhættumat; sem hluti af MÁPi Drög að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð Sambandið hvetur sveitarfélög sérstaklega til þess að láta sinn persónuverndarfulltrúa kynna sér skjölin og/eða sinn ráðgjafa í persónuverndarmálum. Sambandið hvetur þá er málið varða að kynna sér vel skjölin sem eru í viðhengi og senda athugasemdir ef einhverjar eru fyrir kl. 16:00 á föstudaginn n.k., hinn 16. desember. Að lokinni þessari yfirferð, og skoðun athugasemda er kunna að berast, verða endanleg skjöl send til undirritunar eftir helgi. Þess ber að geta að kjarasamningsumboðið hefur þegar verið sent til undirritunar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að ofangreind gögn er nú þegar komin til persónuverndarfulltrúa Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar samkvæmt ofangreindu með fyrirvara um athugasemdir frá persónuverndarfulltrúa."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem upplýsti að fyrir liggur umsögn frá persónuverndarfulltrúa Dalvíkurbyggðar sem fylgdi jafnframt fundarboði sveitarstjórnar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamingsumboð Dalvíkurbyggðar ásamt því að samþykkja samkomulag um launaupplýsingar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita umboðið ásamt samkomulaginu.

36.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Varðandi Leyfi fyrir Kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212038Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
" Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og starfandi þjónustu- og innheimtufulltrúi, boðar forföll. Tekið fyrir erindi frá Truenorth Film & TV ehf., dagsett þann 7. desember 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð í febrúar 2023. Undirbúningur á tökustöðum fer fram í janúar, víðsvegar í og við bæinn, ekki á að koma til raskana á þjónustu fyrirtækja eða stofnanna á Dalvík á meðan á undirbúningi stendur en dagana í febrúar sem tökur standa yfir að mestu leyti frá klukka 15:00 til 03:00 á næturnar verða götulokanir og umferðastjórnun að einhverju leyti. Haft hefur verið samráð við þau fyrirtæki sem næst tökustöðunum standa. Einnig er sótt um leyfi til notkunar á svæðum og bílastæðum á vegum Dalvíkurbyggðar ss. við Martröð, Skíðabraut, Sandskeið og fyrir aðstöðu við Böggvisstaði. Til viðbótar er sótt um kvikmyndaleyfi í Friðlandi Svarfdæla við Sandskeið. Sótt verður um leyfi til Umhverfisstofnunar ef umhverfis- og dreifbýlisráð er ekki leyfisveitandi. Fyrirtækið hefur haft samband við fjölda einstaklinga sem búa við tökustaðina og kynnt verkefnið og einnig þau fyrirtæki er málið varðar. Fram kemur að Vegagerðin hefur veitt leyfi fyrir kvikmyndatökum á Ólafsfjarðarvegi og er fullt samráð um götulokanir og umferðastjórnun þar sem þar á við. Tökustaðir eru samkvæmt meðfylgjandi kortum sem sýna tíma- og dagsetningar einnig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin leyfi verði veitt til HBO og Truenorth Film & TV ehf. vegna kvikmyndatöku í Dalvíkurbyggð þar sem snýr að sveitarfélaginu. Byggðaráð fagnar þessu verkefni og telur það vera akkur fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir umbeðin leyfi til HBO og Truenorth Film & TV ehf. vegna kvikmyndatöku í Dalvíkurbyggð það sem snýr að sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tekur undir með byggðaráði um mikilvægi þessa verkefnis fyrir samfélagið og fagnar þessu verkefni.

37.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023

Málsnúmer 202212068Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, bréf dagsett þann 12. desember sl., þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2022/2023: Árskógssandur 180 þorskígildistonn (var 195). Dalvík 65 þorskígildistonn (var 70). Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15). Alls samtals í Dalvíkurbyggð 260 þorskígildistonn sem er lækkun um 20 tonn frá fiskveiðiárinu 2021/2022. Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar nk. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur og verða reglurnar síðan til kynningar á vef ráðuneytisins til 23. janúar nk. og í framhaldinu verða þær teknar til efnislegrar meðferðar. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta. Hægt er nálgast reglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskiveiðiárið 2021/2022 á heimasíðu ráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/sjavarutvegur/byggdakvoti/reglur-byggdakvota-2021-2022/.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð sendi tillögur um sérreglur og þær verði þær sömu og síðast."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að einni sérreglu verði bætt við svohljóðandi;
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta við sérreglur eftirfarandi ákvæði. Ákvæði 1. Málsl. 1. Mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Frey Antonssyni um að bæta ákvæði við sérreglurnar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sendi tillögur um sérreglur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sérreglur Dalvíkurbyggðar verði óbreyttar frá fiskiveiðiárinu 2021/2022 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið hér að ofan og að sami rökstuðningur gildi áfram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda tillögur Dalvíkurbyggðar um sérreglur ásamt rökstuðningi, sbr. fyrirliggjandi drög að rökstuðningi.

38.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Afsláttur fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202212072Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tillaga að reglum um afslátt fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrirþega. Tillagan er óbreytt frá árinu 2022 nema að búið er að uppfæra upphæð afsláttar og tekjuviðmið í samræmi við ákvæði í reglunum. Afslátturinn yrði kr. 88.115 í stað kr. 83.049. Tekjutenging yrði: Fyrir einstaklinga a) með tekjur allt að kr. 5.082.328 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 4.799.176. b) með tekjur yfir kr. 7.623.491, enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 7.198.764. Fyrir hjón og sambýlisfólk: a) með tekur allt að kr. 7.018.452 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 6.627.434. b) með tekjur yfir kr. 10.527.679,enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 9.941.151. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar eins og þær liggja fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

39.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga 2023

Málsnúmer 202212073Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2023 á grundvelli heimilda í lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerðar um fasteignaskatt. Tillagan er óbreytt frá þeim reglum sem gilda fyrir árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka.

40.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Útsendingar af fundum sveitarstjórnar, beiðni um búnað og ræðupúlt

Málsnúmer 202210074Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að næsti fundur verði tekinn upp til reynslu."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að þessi fundur í dag er tekinn upp til reynslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fundum sveitarstjórnar verði streymt frá og með fyrsta fundi á árinu 2023. Fundir sveitarstjórnar verða teknir upp og þeir aðgengilegir á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í samræmi við reglur sem settar verðar síðar þar sem fram kemur nánari útfærsla.

41.Frá 1050. fundi byggðaráðs þann 1.12.2022; Aukin ökuréttindi slökkviliðsmanna beiðni

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:40. Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 3. ágúst sl,. þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnum á bíla liðsins með til þess bær réttindi er til útkalls kemur. Kynnt er möguleg lausn sem felst í því að styrkja liðsmenn sem sýnt hafa áhuga um kostnað við meirapróf sem nemur allt að 1/3 af kostnaði. Slökkviliðsstjóri vill því kanna hver skoðun byggðaráðs er og hvort að ofangreind leið eða sambærileg hugnist ráðinu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni ásamt drögum að samningi um hvernig aðkoma Dalvíkurbyggðar geti orðið til þess að greiða götur áhugasamra slökkviliðsmanna vegna kostnaðar við meiraprófið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi a) drög að samningisformi um fyrirframgreiðslu launa vegna námskeiðs um aukin ökuréttindi. b) Bréf frá slökkviliðsstjóra, dagsett 30. nóvember sl., þar sem upplýst er að ekki verður óskað eftir viðauka vegna þessa verkefnis á árinu 2022. Gert er ráð fyrir þátttöku í námskeiði sem hefst 30. janúar 2023. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um fyrirframgreiðslu launa vegna námskeiðs um aukin ökuréttindi.

42.Frá 5. fundi skipulagsráðs þann 14.12.2022; Umsókn um lóð - Hamar lóð 8

Málsnúmer 202205007Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsett 3. nóvember 2022, óskar Christof Wenker eftir framlengingu á úthlutun lóðarinnar nr. 8 á Hamri. Skipulagsráð felur sviðsstjóra að framlengja úthutun lóðar nr. 8 að Hamri í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlengingu á úthlutun lóðarinnar nr. 8 á Hamri.

43.Frá 5. fundi skipulagsráðs þann 14.12.2022; Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 13. desember 2022, óskar Hafþór Helgason eftir fresti til að skila inn byggingarnefndarteikningum. Skipulagsráð felur sviðsstjóra að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 10 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlengingu á úthlutun lóðar við Hringtún 10.

44.Frá 5. fundi skipulagsráðs þann 14.12.2022; Umsókn um lóð, Hringtún 26

Málsnúmer 202212077Vakta málsnúmer

Á 5.fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 13. desember 2022, óskar Egill Örn Júlíusson eftir lóð við Hringtún 26 á Dalvík. Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 26 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 26 á Dalvík.

45.Frá 5. fundi skipulagsráðs þann 14.12.2022; Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið til yfirferðar verðkönnunargögn fyrir deiliskipulag.Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að senda út verðkönnunargögn fyrir deiliskipulagsverkefni vegna íbúðabyggðar Ársskógssandi, við Böggvisbraut og hverfi sunnan Dalvíkur í ársbyrjun 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Felix Rafn Felixson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs og gerð verði verðkönnun fyrir deiliskipulagsverkefnin:
Íbúðabyggð Árskógssandi.
Íbúðabyggð við Böggvisbraut.
Hverfi sunnan Dalvíkur.

46.Frá 5. fundi skipulagsráðs þann 14.12.2022; Leyfi til að setja upp skilti

Málsnúmer 202211105Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsett 15. nóvember, langar Nice Air ehf. að kanna möguleikann á því að fá leyfi til að setja upp skilti á Dalvík. Skipulagsráð vísar erindinu til skiltanefndar sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði falið að ræða við NiceAir um staðsetningu og upplýsa NiceAir um reglur byggingafulltrúa um skilti í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

47.Frá 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9.12.2022; Haustfundur ALNEY, fundargerð, samstarfssamningur

Málsnúmer 202209104Vakta málsnúmer

Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Páleyju Borgþórsdóttur, Lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, um samstarfssamning um almannavarnir. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan samstarfssamning um almannavarnir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samstarfssamning um almannavarnarnefnd.

48.Frá 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9.12.2022; Leigusamningur um land til beitar og slægna

Málsnúmer 202212021Vakta málsnúmer

Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir leigusamningur við Arnar Gústafsson um land Selár til beitar og slægna. Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að leigusamningur við Arnar Gústafsson verði sagt upp og þar með ekki endurnýjaður um næstu áramót skv. 2. gr. leigusamningsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að leigusamningur við Arnar Gústafsson og Kjartan Gústafsson verði sagt upp og þar með ekki endurnýjaður um næstu áramót skv. 2. gr. leigusamningsins.

49.Frá 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9.12.2022; Fjárhagsáætlun 2023; snjómokstur og hálkuvarnir - ósk um stuðning

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá stjórn Dalbæjar, sem barst í tölvupósti dags 20 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að verða við beiðni Stjórnar Dalbæjar um stuðning Dalvíkurbyggðar í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum án kostnaðarauka fyrir heimilið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur eftirfarandi til:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að í snjómokstursáætlun fyrir Kirkjuveg verði bætt við aðkomu að Dalbæ ásamt bílastæðum og í snjómokstursáætlun fyrir Krílakot verði bætt við leið að Dalbæ að vestanverðu.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

50.Frá 120. veitu- og hafnaráði þann 7.12.2022; Beiðni um afstöðu til afhendingarmagns á heitu vatni

Málsnúmer 202211120Vakta málsnúmer

Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir hönd Laxóss ehf óskar Guðmundur Valur Stefánsson eftir því að tekin verði fyrir beiðni sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um afstöðu Veitu- og Hafnarráðs Dalvíkurbyggðar um mögulegt afhendingarmagn heits vatns til uppbyggingar seiða- og matfiskaeldis á landi á og í nágrenni Árskógssands. Samskonar beiðni var tekin fyrir á 77. fundi Veitu- og hafnaráðs og síðan á 305. fundi Sveitarstjórnar, undir málsnr. 201809022, þar sem Veitu- og hafnaráð lagði til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða framlagða tillögu. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.Í ljósi niðurstöðu á álagsprófunum ISOR á jarðhitasvæði Birnunesborga telur veitu- og hafnaráð að frekari langtíma rannsókna þurfi við til að ákvarða um getu jarðhitakerfisins til að afhenda umbeðið magn vatns umfram áfanga 1 og 2. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ræða niðurstöður rannsókna ISOR við Laxós. Veitu- og hafnaráð samþykkir með fjórum atkvæðum. Silja Pálsdóttir situr hjá."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur fram þá tillögu að sveitarstjórn fresti afgreiðslu á málinu og feli byggðaráði að ræða við forsvarsmenn Laxóss sem fyrst eftir áramót.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Frey Antonssyni.

51.Frá 1052. fundi byggðaráðs þann 15.12.2022; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs kl. 14:15. Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:15. Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir hönd Ektabaða ehf sendir Elvar Reykjalín umsókn sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um heitt og kalt vatn að tjaldsvæði á Hauganesi vegna fyrirhugaðrar aukningu umsvifa og stækkun hjá sjóböðunum og tjaldsvæðis. Veitu- og hafnaráð samþykkir afhendingu á umbeðnu magni á heitu og köldu vatni. Veitu- og hafnaráð getur ekki staðfest að Ektaböð ehf muni greiða fyrir notkun á heitu vatni samkvæmt 2. gr. b liðar heldur verði farið eftir a. lið 2. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þar sem starfsemin skilgreinist ekki sem sundlaug. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Framlagt erindi frá Elvari Reykjalín, framkvæmdastjóra Ektabaða ehf. sem barst í tölvupósti þann 30. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða uppbyggingu Ektabaða ehf. á Hauganesi. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra að halda áfram að vinna að mótun samnings við Ektaböð ehf. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni og viðræðum við Ektaböð ehf."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni og halda áfram viðræðum við Ektaböð ehf.

52.Tímabundin niðurfelling eða afsláttur á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 336. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2021 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð. Reglurnar gilda til 31.12.2022 og falla því úr gildi um áramótin. Í reglunum kemur fram að framkvæmdir skulu hefjast innan gildistíma þessara reglna.
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð framlengist um eitt ár eða til 31.12.2023 og að vakin sé athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna.
Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um framlengingu á ofangreindum reglum.

53.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð frá 17.10.2022

Málsnúmer 202204102Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 17. október sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

54.Frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses; fundagerðir

Málsnúmer 202201058Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses nr. 114. og 115. og fundargerð aukafundar stjórnar og stofnaðila frá 6. desember sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

55.Frá 5. fundi skipulagsráðs þann 14.12.2022;Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með símtali þann 25. nóvember 2022 óskaði Börkur Þór Ottósson eftir því að umsóknin verði tekin á dagskrá Skipulagsráðs og að fyrri ákvörðun um að hafna umsókninni verðu endurskoðuð.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að lóðablaði fyrir Sandskeið 20. Gætt verði að umferðaröryggi og svigrúmi fyrir breytta veglínu Sandskeiðs, Flæðavegar og Grundargötu. Við stofnun lóðar verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun skipulagsráðs, Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

56.Frá 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 07.12.2022; Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar.
Lagt fram til kynningar."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráð fjalli um smávirkjanir í Dalvíkurbyggð á nýju ári.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Fundi slitið - kl. 20:02.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs