Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023

Málsnúmer 202211048

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Tekið fyrir erindi dags. 31.10.2022 frá Stígamótum en óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur. Árið 2021 leituðu 952 einstaklingar til Stígamóta sem brotaþolar kynferðisofbeldis. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Á árinu opnaði einnig hjá Stígamótum ný þjónusta sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi.
Félagsmálaráð hefur styrkt Aflið systrasamtök Stígamóta og hafnar því erindinu.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 31.10.2022 frá Stígamótum en óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur. Árið 2021 leituðu 952 einstaklingar til Stígamóta sem brotaþolar kynferðisofbeldis. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Á árinu opnaði einnig hjá Stígamótum ný þjónusta sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi.Félagsmálaráð hefur styrkt Aflið systrasamtök Stígamóta og hafnar því erindinu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagamálaráðs um að hafna erindi Stígamóta um styrk þar sem sveitarfélagið styrkir Aflið, systrasamtök Stígamóta.