Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli

Málsnúmer 202211041

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 264. fundur - 13.12.2022

Tekið fyrir erindi dags. 08.11.2022 frá Félagi heyrnarlausra en þau hafa tekið ákvörðun um að láta þýða og útfæra þekktar barnabækur yfir á íslenskt táknmál. Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar "pabbi minn" með góðum árangri. Ákveðið hefur verið að framleiða 5 bækur til viðbótar. Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns.
Félagsmálaráð fagnar útgáfu nýrra barnabóka fyrir heyrnaskert börn en því miður hafnar erindinu.

Fræðsluráð - 277. fundur - 14.12.2022

Tekið fyrir bréf frá félagi heyrnalausra dags. 08.11.2022.
Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu þar sem að búið er að ráðstafa fjármagni fjárhagsárið 2022.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 277. fundi fræðsluráðs þann 14.12.2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá félagi heyrnalausra dags. 08.11.2022. Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu þar sem að búið er að ráðstafa fjármagni fjárhagsárið 2022."
Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13.12.2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 08.11.2022 frá Félagi heyrnarlausra en þau hafa tekið ákvörðun um að láta þýða og útfæra þekktar barnabækur yfir á íslenskt táknmál. Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar "pabbi minn" með góðum árangri. Ákveðið hefur verið að framleiða 5 bækur til viðbótar. Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns. Félagsmálaráð fagnar útgáfu nýrra barnabóka fyrir heyrnaskert börn en því miður hafnar erindinu"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar afgreiðslur fræðsluráðs og félagsmálaráðs um að hafna erindi frá Félagi heyrnalausra um styrk vegna útgáfu bókar.