Frá Truenorth Film & TV ehf.; Varðandi Leyfi fyrir Kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Móníka Sigurðardóttir, starfandi þjónustu- og upplýsingafulltrúi. Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og starfandi þjónustu- og innheimtufulltrúi, boðar forföll.

Tekið fyrir erindi frá Truenorth Film & TV ehf., dagsett þann 7. desember 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð í febrúar 2023. Undirbúningur á tökustöðum fer fram í janúar, víðsvegar í og við bæinn, ekki á að koma til raskana á þjónustu fyrirtækja eða stofnanna á Dalvík á meðan á undirbúningi stendur en dagana í febrúar sem tökur standa yfir að mestu leyti frá klukka 15:00 til 03:00 á næturnar verða götulokanir og umferðastjórnun að einhverju leyti. Haft hefur verið samráð við þau fyrirtæki sem næst tökustöðunum standa.

Einnig er sótt um leyfi til notkunar á svæðum og bílastæðum á vegum Dalvíkurbyggðar ss. við Martröð, Skíðabraut, Sandskeið og fyrir aðstöðu við Böggvisstaði.
Til viðbótar er sótt um kvikmyndaleyfi í Friðlandi Svarfdæla við Sandskeið. Sótt verður um leyfi til Umhverfisstofnunar ef umhverfis- og dreifbýlisráð er ekki leyfisveitandi.

Fyrirtækið hefur haft samband við fjölda einstaklinga sem búa við tökustaðina og kynnt verkefnið og einnig þau fyrirtæki er málið varðar.
Fram kemur að Vegagerðin hefur veitt leyfi fyrir kvikmyndatökum á Ólafsfjarðarvegi og er fullt samráð um götulokanir og umferðastjórnun þar sem þar á við.

Tökustaðir eru samkvæmt meðfylgjandi kortum sem sýna tíma- og dagsetningar einnig.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin leyfi verði veitt til HBO og Truenorth Film & TV ehf. vegna kvikmyndatöku í Dalvíkurbyggð þar sem snýr að sveitarfélaginu.
Byggðaráð fagnar þessu verkefni og telur það vera akkur fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
" Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og starfandi þjónustu- og innheimtufulltrúi, boðar forföll. Tekið fyrir erindi frá Truenorth Film & TV ehf., dagsett þann 7. desember 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð í febrúar 2023. Undirbúningur á tökustöðum fer fram í janúar, víðsvegar í og við bæinn, ekki á að koma til raskana á þjónustu fyrirtækja eða stofnanna á Dalvík á meðan á undirbúningi stendur en dagana í febrúar sem tökur standa yfir að mestu leyti frá klukka 15:00 til 03:00 á næturnar verða götulokanir og umferðastjórnun að einhverju leyti. Haft hefur verið samráð við þau fyrirtæki sem næst tökustöðunum standa. Einnig er sótt um leyfi til notkunar á svæðum og bílastæðum á vegum Dalvíkurbyggðar ss. við Martröð, Skíðabraut, Sandskeið og fyrir aðstöðu við Böggvisstaði. Til viðbótar er sótt um kvikmyndaleyfi í Friðlandi Svarfdæla við Sandskeið. Sótt verður um leyfi til Umhverfisstofnunar ef umhverfis- og dreifbýlisráð er ekki leyfisveitandi. Fyrirtækið hefur haft samband við fjölda einstaklinga sem búa við tökustaðina og kynnt verkefnið og einnig þau fyrirtæki er málið varðar. Fram kemur að Vegagerðin hefur veitt leyfi fyrir kvikmyndatökum á Ólafsfjarðarvegi og er fullt samráð um götulokanir og umferðastjórnun þar sem þar á við. Tökustaðir eru samkvæmt meðfylgjandi kortum sem sýna tíma- og dagsetningar einnig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin leyfi verði veitt til HBO og Truenorth Film & TV ehf. vegna kvikmyndatöku í Dalvíkurbyggð þar sem snýr að sveitarfélaginu. Byggðaráð fagnar þessu verkefni og telur það vera akkur fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir umbeðin leyfi til HBO og Truenorth Film & TV ehf. vegna kvikmyndatöku í Dalvíkurbyggð það sem snýr að sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tekur undir með byggðaráði um mikilvægi þessa verkefnis fyrir samfélagið og fagnar þessu verkefni.