Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka vegna hækkunar á matvælum

Málsnúmer 202211164

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:18.

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 vegna vöruhækkana á matvælum og ljóst að áætlun ársins 2022 stenst ekki. Bókfærð staða 29. nóvember sl. er kr. 8.740.384 og viðbótin verður þá til að kaupa matvæli í desember.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka með lækkun í samræmi við gildandi heimild þannig að hann verði kr.896.159 á lið 04140-2110, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 vegna vöruhækkana á matvælum og ljóst að áætlun ársins 2022 stenst ekki. Bókfærð staða 29. nóvember sl. er kr. 8.740.384 og viðbótin verður þá til að kaupa matvæli í desember.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka með lækkun í samræmi við gildandi heimild þannig að hann verði kr.896.159 á lið 04140-2110, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að liður 04140-2110 hækki um kr. 896.159 og að hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.