Afsláttur fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202212072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Tekin fyrir tillaga að reglum um afslátt fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrirþega. Tillagan er óbreytt frá árinu 2022 nema að búið er að uppfæra upphæð afsláttar og tekjuviðmið í samræmi við ákvæði í reglunum.

Afslátturinn yrði kr. 88.115 í stað kr. 83.049.
Tekjutenging yrði:
Fyrir einstaklinga
a) með tekjur allt að kr. 5.082.328 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 4.799.176.
b) með tekjur yfir kr. 7.623.491, enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 7.198.764.
Fyrir hjón og sambýlisfólk:
a) með tekur allt að kr. 7.018.452 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 6.627.434.
b) með tekjur yfir kr. 10.527.679,enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 9.941.151.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar eins og þær liggja fyrir.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tillaga að reglum um afslátt fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrirþega. Tillagan er óbreytt frá árinu 2022 nema að búið er að uppfæra upphæð afsláttar og tekjuviðmið í samræmi við ákvæði í reglunum. Afslátturinn yrði kr. 88.115 í stað kr. 83.049. Tekjutenging yrði: Fyrir einstaklinga a) með tekjur allt að kr. 5.082.328 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 4.799.176. b) með tekjur yfir kr. 7.623.491, enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 7.198.764. Fyrir hjón og sambýlisfólk: a) með tekur allt að kr. 7.018.452 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 6.627.434. b) með tekjur yfir kr. 10.527.679,enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 9.941.151. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar eins og þær liggja fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.