Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 202212033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 14. desember sl, þar sem fram kemur að í nóvember sl. var sendur út gagnapakki til þeirra sveitarfélaga og stofnana sem sambandið fer með kjarasamningsumboð fyrir ásamt því að boðað var til kynningarfundar síðar í sama mánuði. Meðal skjala var að finna endurnýjað kjarasamningaumboð ásamt drögum að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð sem gert er með vísan til ákvæða persónuverndarlaga. Taka skjölin mið af breyttu fyrirkomulagi á upplýsinga- og gagnaöflun í tengslum við gerð kjarasamninga, sem framvegis verður gerð með rafrænum hætti í gegnum gagnalón.

Líkt og boðað var, hélt sambandið kynningarfund hinn 28. nóvember s.l. með framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum, launafulltrúum og persónuverndarfulltrúum. Á þeim fundi komu fram gagnlegar ábendingar vegna efnis umræddra skjala og fyrirkomulags á gagnaöflun. Sambandið hefur nú tekið allar framkomnar athugasemdir til frekari skoðunar og hefur skjölum verið breytt til samræmis við ábendingar.

Í ljósi framangreinds er meðfylgjandi skeyti þessu eftirfarandi skjöl:

MÁP; Mat á áhrifum á persónuvernd
Áhættumat; sem hluti af MÁPi
Drög að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð

Sambandið hvetur sveitarfélög sérstaklega til þess að láta sinn persónuverndarfulltrúa kynna sér skjölin og/eða sinn ráðgjafa í persónuverndarmálum. Sambandið hvetur þá er málið varða að kynna sér vel skjölin sem eru í viðhengi og senda athugasemdir ef einhverjar eru fyrir kl. 16:00 á föstudaginn n.k., hinn 16. desember. Að lokinni þessari yfirferð, og skoðun athugasemda er kunna að berast, verða endanleg skjöl send til undirritunar eftir helgi.

Þess ber að geta að kjarasamningsumboðið hefur þegar verið sent til undirritunar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að ofangreind gögn er nú þegar komin til persónuverndarfulltrúa Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar samkvæmt ofangreindu með fyrirvara um athugasemdir frá persónuverndarfulltrúa.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 14. desember sl, þar sem fram kemur að í nóvember sl. var sendur út gagnapakki til þeirra sveitarfélaga og stofnana sem sambandið fer með kjarasamningsumboð fyrir ásamt því að boðað var til kynningarfundar síðar í sama mánuði. Meðal skjala var að finna endurnýjað kjarasamningaumboð ásamt drögum að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð sem gert er með vísan til ákvæða persónuverndarlaga. Taka skjölin mið af breyttu fyrirkomulagi á upplýsinga- og gagnaöflun í tengslum við gerð kjarasamninga, sem framvegis verður gerð með rafrænum hætti í gegnum gagnalón. Líkt og boðað var, hélt sambandið kynningarfund hinn 28. nóvember s.l. með framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum, launafulltrúum og persónuverndarfulltrúum. Á þeim fundi komu fram gagnlegar ábendingar vegna efnis umræddra skjala og fyrirkomulags á gagnaöflun. Sambandið hefur nú tekið allar framkomnar athugasemdir til frekari skoðunar og hefur skjölum verið breytt til samræmis við ábendingar. Í ljósi framangreinds er meðfylgjandi skeyti þessu eftirfarandi skjöl: MÁP; Mat á áhrifum á persónuvernd Áhættumat; sem hluti af MÁPi Drög að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð Sambandið hvetur sveitarfélög sérstaklega til þess að láta sinn persónuverndarfulltrúa kynna sér skjölin og/eða sinn ráðgjafa í persónuverndarmálum. Sambandið hvetur þá er málið varða að kynna sér vel skjölin sem eru í viðhengi og senda athugasemdir ef einhverjar eru fyrir kl. 16:00 á föstudaginn n.k., hinn 16. desember. Að lokinni þessari yfirferð, og skoðun athugasemda er kunna að berast, verða endanleg skjöl send til undirritunar eftir helgi. Þess ber að geta að kjarasamningsumboðið hefur þegar verið sent til undirritunar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að ofangreind gögn er nú þegar komin til persónuverndarfulltrúa Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar samkvæmt ofangreindu með fyrirvara um athugasemdir frá persónuverndarfulltrúa."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem upplýsti að fyrir liggur umsögn frá persónuverndarfulltrúa Dalvíkurbyggðar sem fylgdi jafnframt fundarboði sveitarstjórnar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamingsumboð Dalvíkurbyggðar ásamt því að samþykkja samkomulag um launaupplýsingar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita umboðið ásamt samkomulaginu.