Leyfi til að setja upp skilti

Málsnúmer 202211105

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Með erindi, dagsett 15. nóvember, langar Nice Air ehf. að kanna möguleikann á því að fá leyfi til að setja upp skilti á Dalvík.
Skipulagsráð vísar erindinu til skiltanefndar sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsett 15. nóvember, langar Nice Air ehf. að kanna möguleikann á því að fá leyfi til að setja upp skilti á Dalvík. Skipulagsráð vísar erindinu til skiltanefndar sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði falið að ræða við NiceAir um staðsetningu og upplýsa NiceAir um reglur byggingafulltrúa um skilti í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.