Frá Slökkviliðsstjóra; Aukin ökuréttindi slökkviliðsmanna beiðni

Málsnúmer 202208011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:40.

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 3. ágúst sl,. þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnum á bíla liðsins með til þess bær réttindi er til útkalls kemur. Kynnt er möguleg lausn sem felst í því að styrkja liðsmenn sem sýnt hafa áhuga um kostnað við meirapróf sem nemur allt að 1/3 af kostnaði. Slökkviliðsstjóri vill því kanna hver skoðun byggðaráðs er og hvort að ofangreind leið eða sambærileg hugnist ráðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni ásamt drögum að samningi um hvernig aðkoma Dalvíkurbyggðar geti orðið til þess að greiða götur áhugasamra slökkviliðsmanna vegna kostnaðar við meiraprófið.

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:40. Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 3. ágúst sl,. þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnum á bíla liðsins með til þess bær réttindi er til útkalls kemur. Kynnt er möguleg lausn sem felst í því að styrkja liðsmenn sem sýnt hafa áhuga um kostnað við meirapróf sem nemur allt að 1/3 af kostnaði. Slökkviliðsstjóri vill því kanna hver skoðun byggðaráðs er og hvort að ofangreind leið eða sambærileg hugnist ráðinu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni ásamt drögum að samningi um hvernig aðkoma Dalvíkurbyggðar geti orðið til þess að greiða götur áhugasamra slökkviliðsmanna vegna kostnaðar við meiraprófið."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
a) drög að samningisformi um fyrirframgreiðslu launa vegna námskeiðs um aukin ökuréttindi.
b) Bréf frá slökkviliðsstjóra, dagsett 30. nóvember sl., þar sem upplýst er að ekki verður óskað eftir viðauka vegna þessa verkefnis á árinu 2022. Gert er ráð fyrir þátttöku í námskeiði sem hefst 30. janúar 2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:40. Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 3. ágúst sl,. þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnum á bíla liðsins með til þess bær réttindi er til útkalls kemur. Kynnt er möguleg lausn sem felst í því að styrkja liðsmenn sem sýnt hafa áhuga um kostnað við meirapróf sem nemur allt að 1/3 af kostnaði. Slökkviliðsstjóri vill því kanna hver skoðun byggðaráðs er og hvort að ofangreind leið eða sambærileg hugnist ráðinu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni ásamt drögum að samningi um hvernig aðkoma Dalvíkurbyggðar geti orðið til þess að greiða götur áhugasamra slökkviliðsmanna vegna kostnaðar við meiraprófið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi a) drög að samningisformi um fyrirframgreiðslu launa vegna námskeiðs um aukin ökuréttindi. b) Bréf frá slökkviliðsstjóra, dagsett 30. nóvember sl., þar sem upplýst er að ekki verður óskað eftir viðauka vegna þessa verkefnis á árinu 2022. Gert er ráð fyrir þátttöku í námskeiði sem hefst 30. janúar 2023. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um fyrirframgreiðslu launa vegna námskeiðs um aukin ökuréttindi.