Gjaldskrá TÁT og Sportapler

Málsnúmer 202211044

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 33. fundur - 11.11.2022

Gjaldskrá TÁT tekin til umfjöllunar og Sportapler greiðslukerfið.
Máli frestað, aukafundur tekinn varðandi gjaldskrá TÁT, fyrir fjárhagsárið 2023.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 34. fundur - 25.11.2022

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir gjaldskrá TÁT, fyrir fjárhagsárið 2023.
Skólanefnd TÁT, samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2023 og vísar gjaldskrá til samþykktar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 34. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllasakaga þann 25. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir gjaldskrá TÁT, fyrir fjárhagsárið 2023. Skólanefnd TÁT, samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2023 og vísar gjaldskrá til samþykktar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2023.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 36. fundur - 03.02.2023

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir breytingar á rukkun skólagjalda á haustönn 2022.
Lagt fram til kynningar.