Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Málsnúmer 202212099

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 16. desember sl., þar sem fremur að náðst hefur samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og Sambandsins.

4.gr. samkomulagsins hljóðar svo:
Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.

Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið því hækka um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%.

Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2023 og sveitarfélögum verður heimilað að ákvarða útsvar vegna ársins 2023 eigi síðar en 30. desember 2022 og tilkynna það fjármálaráðuneytinu eigi síðar en þann dag, sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga."


5. gr. samkomulagsins hljóðar svo:

"Skipting framlags

Aðilar eru sammála um að hækkun útsvarstekna sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þessu, verði hluti af framlögum Jöfnunarsjóðs sem veitt eru til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólki á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins, sbr. m.a. 2. mgr. 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga."
Enginn tók til máls.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samhljóða með 7 atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.