Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna einangrunar á útveggjum Krílakots

Málsnúmer 202212026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1051. fundur - 08.12.2022

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 6. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar á lið 31120-4610 um kr. 9.500.000 vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Um er að ræða framkvæmd sem flyst að mestu yfir á árið 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni þannig að liður 31120-4610 verður kr. 6.850.000, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 6. desember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar á lið 31120-4610 um kr. 9.500.000 vegna einangrunar á útveggjum Krílakots. Um er að ræða framkvæmd sem flyst að mestu yfir á árið 2023. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni þannig að liður 31120-4610 verður kr. 6.850.000, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 9.500.000 til lækkunar á lið 31120-4610 og að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.