Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; haustfundur ALMEY, fundargerð, samstarfssamningur

Málsnúmer 202209104

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1045. fundur - 20.10.2022

Tekin fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, rafpóstur dagsettur þann 23. september sl., þar sem meðfylgjandi er nýsamþykktur samstarfsssamningur ásamt rekstraráætlun fyrir árið 2023 sem samþykkt var á haustfundi ALMEY 21. september sl.
Lagt fram til kynningar í byggðaráði og vísað áfram til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa samningsdrögunum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, rafpóstur dagsettur þann 23. september sl., þar sem meðfylgjandi er nýsamþykktur samstarfsssamningur ásamt rekstraráætlun fyrir árið 2023 sem samþykkt var á haustfundi ALMEY 21. september sl.Lagt fram til kynningar í byggðaráði og vísað áfram til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa samningsdrögunum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Tekið fyrir erindi frá Páleyju Borgþórsdóttur, Lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, um samstarfssamning um almannavarnir.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan samstarfssamning um almannavarnir.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Páleyju Borgþórsdóttur, Lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, um samstarfssamning um almannavarnir. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan samstarfssamning um almannavarnir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samstarfssamning um almannavarnarnefnd.