Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 28. fundur - 29.04.2015

Drög að skýrslu liggur nú fyrir um Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð. Að auki hefur verið unnið að mælingu á rennsli vatnsfalla til þess að geta staðfest betur hvað afrennsli vatnasvæðisins er mikið í Dalvíkurbyggð.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

Byggðaráð - 733. fundur - 30.04.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 27. apríl 2015, þar sem fram kemur að í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er undir rekstri á bókhaldslykli 47-41-4320 gert ráð fyrir kr. 3.000.000 vegna smávirkjana í Dalvíkurbyggð. Frumskýrsla um smávirkanir í Dalvíkurbyggð hefur verið afhent og í framhaldi greiddur reikningur að upphæð kr. 1.000.000 en gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2014. Í fjárhagsáætlun 2015 var því ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði og því er óskað eftir því að fá viðauka sem nemur kr. 1.000.000.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum beiðni um ofangreindan viðauka að upphæð kr. 1.000.000 þannig að kr. 1.000.000 verði færðar af lið 43-21-4975 og á lið 47-41-4320, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá vegna skorts á upplýsingum.

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra þar sem eftirfarandi kemur fram:

"Þann 2. júlí sl. kom maður að nafni Garðar Lárusson, verkefnisstjóri hjá Íslenskri vatsnorku ehf. á fund sveitarstjóra.

Íslensk vatnsorka ehf. er m.a. í eigu Eyþórs Arnalds, sem jafnframt er stjórnarformaður, og fleiri fjárfesta. Þeir hafa m.a. verið að skoða kosti Hagavatnsvirkjunar ásamt mörgum öðrum virkjanakostum.

Garðar hafði heyrt af úttekt Dalvíkurbyggðar á smávirkjanakostum og reifaði ýmsa möguleika á aðkomu síns fyrirtækis að uppbyggingu smávirkjana í sveitarfélaginu. Hann óskar eftir því að koma fram með hugmynd að virkjun Brimnesár á opnum fundi á haustdögum þegar skýrsla Mannvits um smávirkjanakosti í byggðarlaginu verður opinberlega kynnt."
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 35. fundur - 19.08.2015

Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

Hluti af þessari úttekt er að framkvæma mælingar á vatnafari í Dalvíkurbyggð. Hér er til kynningar fyrsta skýrsla þess efnis.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að skýrsla um smávirkjanir í Dalvíkurbyggð verði kynnt opinberlega við fyrstu hentugleika og felur sveitarstjóra að finna hentugan tíma til þess. Lagt er einnig til að framangreind skýrsla verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar fyrir fundinn.

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

Til umræðu möguleg umsókn Dalvíkurbyggðar um framlag úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 vegna:

"B.3. Stuðningur við byggingu smávirkjana.
Verkefnismarkmið: Að kanna og styðja möguleika á aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni með smávirkjunum og efla þar með orkuöryggi á landsvísu.
Orkustofnun og sveitarfélög kanni möguleika á staðbundnum lausnum í orkumálum með því að kortleggja mögulega smærri virkjunarkosti á landsbyggðinni (allt að 10 MW). Ráðist verði í uppfærslu á gagnagrunni Orkustofnunar um smærri vatnsaflsvirkjanir og samvinnu við Veðurstofuna um rennslislíkan. Verkefnið feli einnig í sér forhönnun virkjunarkosta og fræðsluátak. Verkefnið verði ekki bundið við vatnsaflsvirkjanir.
Ábyrgð: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Framkvæmdaraðili: Orkustofnun.
Dæmi um samstarfsaðila: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
Tímabil: 2018?2022.
Tillaga að fjármögnun: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Veitu- og hafnaráð - 79. fundur - 17.10.2018

Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014.
Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli.
Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014.
Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli.
Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2019 vegna þessa verkefnis og skila nýrri vinnubók/um til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Byggðaráð - 886. fundur - 08.11.2018

Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað: "Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014. Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli. Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2019 vegna þessa verkefnis og skila nýrri vinnubók/um til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs."

Upplýst var á fundinum að samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs þann 29. október 2018 er gerð sú tillaga að breytingu að liður 47320-4630 er lækkaður um kr. 1.250.000 og sú upphæð færð á 47410-4320; Smávirkjanir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

Veitu- og hafnaráð - 82. fundur - 06.02.2019

Í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að halda áfram að kanna möguleika á smávirkjunum í Dalvíkurbyggð.

Í fyrsta áfanga verkefnisins fékk Dalvíkurbyggð Verkfræðistofuna Mannvit til þess að skoða þá valkosti sem eru til staðar í Dalvíkurbyggð og í febrúar 2015 var lögð fram skýrsla um úttekt á valkostum. Þetta verkefni sem nú er verið að ýta af stað er að taka á annað stig með því að vinna úr gögnum sem fyrir liggja og þá einnig leita eftir styrkjum í verkefnið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, að fela sviðsstjóra að leita samninga við Mannvit um frekari samantekt gagna og undirbúningsrannsóknir vegna smávirkjanna.

Veitu- og hafnaráð - 89. fundur - 02.10.2019

Í minnisblaði um áform um virkjun Brimnesá kemur eftirfarandi fram:

„Á þessu ári verður lokið við matsskyldufyrirspurn og er vænst niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mánaðarmótin nóvember/desember. Þegar að það liggur fyrir er ljóst hvort að ráðast þurfi í mat á umhverfisáhrifum virkjunar eður ei. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að fara í fullt mat á umhverfisáhrifum og miðast eftirfarandi áætlanir við það.

Einnig verður frumhönnun virkjunar lokið á þessu ári og mun hún leiða í ljós hagkvæmni virkjunar en þegar að þetta er skrifað er ekki kominn tengikostnaður við dreifikerfi Rariks. Þó lítur út fyrir að um sé að ræða hagkvæman virkjunarkost og gæti virkjunin borgað sig upp á 17-20 árum (án tengikostnaðar).„

Í niðurstöðum minnisblaðsins kemur eftirfarandi fram:

„Hér er um að ræða hagkvæman virkjunarkost sem borgar sig upp á 17-20 árum sé einungis miðað við að orkan yrði seld á dreifikerfið og meðalorkugeta um 5.070 MWst/ári. Orkuþörf vegna reksturs Dalvíkurbyggðar er um 3.000 MWst/ári þannig að með virkjun í Brimnesá yrði Dalvíkurbyggð sjálfbær varðandi orkuöflun.

Ef leið A verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 13,5 Mkr og 1,2 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2025.

Ef leið B verður valin varðandi rennslismælingar má gera ráð fyrir að undirbúningskostnaður verði um 14,4 Mkr og 5,1 Mkr á árinu 2020 og að virkjun verði komin í rekstur í lok árs 2023. Tíma- og kostnaðaráætlun eru gróflega áætlaðar og er kostnaðaráætlunin án VSK.“

Fram kemur í minnisblaðinu að framkvæmdakostnaður er um 232 milljónir án vsk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að farin verði leið B, eins og hún er fram sett í umræddu minnisblaði.

Veitu- og hafnaráð - 92. fundur - 22.01.2020

Vegna þeirra áforma um allt að 1 MW virkjun í Brimnesá voru send til Skipulagsstofnunar, þann 16.10.2019, drög að fyrirspurnarskýrslu til yfirlestrar. Með bréfi, sem dagsett er 13.12.2019, barst svar þar sem athugasemdir eru gerðar við framangreind drög. Á fundinum eru kynnt svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

Umhverfisráð - 334. fundur - 06.03.2020

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2020 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Dalvíkurbyggðar á fyrirhugaðri virkjun í Brimnesá.
Í samræmi við 6. gr. laga 106/2000 og 12. gr. reglugerðar 660/2015 um mat á umhverfisráhrifum er hér með óskað eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdinni í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðarsvæðisins en hún er eitt af viðfangsefnum í endurskoðun á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu.

Umhverfisráð tekur undir niðurstöður skýrslu Mannvits f.h. Dalvíkurbyggðar um að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Fyrirspurn var send út til umsagnaraðila um matskyldu framkvæmda til nokkurra aðila, sem nú hafa skilað inn viðbrögðum.
Minjastofnun fór fram á mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, til þess að bregðast við þessu var leitað til Fornleifastofnunar Íslands um tilboð í skoðun og skráningu fornleifa á framkvæmdasvæðinu.
Tilboð frá þeim liggur fyrir og leggur sviðsstjóri til að að því verði gengið. Heildarkostnaður við verkefnið er kr. 960.000,- m vsk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagt tilboð frá Fornleifastofnun Íslands.

Veitu- og hafnaráð - 96. fundur - 03.06.2020

Með bréfi frá Skipulagsstofnun, sem dagsett er 28. maí 2020, kemur eftirfarandi fram:
„Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 6. júlí 2020."
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að ganga frá tilkynningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar um afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Þorsteinn Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kom inn á fundinn kl. 14:51.

Til kynningar og upplýsinga staða á smávirkjunarverkefni í Brimnesá. Undirbúningur er í fullum gangi. Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:15.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Með bréfi frá Skipulagsstofnun, sem dagsett er 28. maí 2020, kemur eftirfarandi fram:
"Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 6. júlí 2020."
Lagt fram til kynningar

Veitu- og hafnaráð - 99. fundur - 07.10.2020

Á fundinum var kynnt skýrsla sem ber heitið "Deiliskráning fornleifa við Brimnesá, Dalvík vegna virkjunarhugmynda". Í henni er áhrifasvæði Brimnesárvirkjunar skoðað og minjar skráðar, við skráninguna fundust 12 minjastaðir (16 minjaeiningar) en af þeim eru tveir minjastaðir of ungir til þess að teljast til friðaðra fornleifa og tveir af stöðunum voru fast utan við mörk áhrifasvæðis. Í skýrslunni er einnig bent á að um allar þær framkvæmdir sem kunna að ógna minjum skuli leita umsagnar Minjastofnunar Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 105. fundur - 11.06.2021

Unnið hefur verið að rennslismælinum í Brimnesá nú í um ár og hefur gengið nokkuð vel að afla þeirra gagna um rennsli í ánni sem hægt er að nota til samanburðar við rennsli í Þorvaldsdalsá. Á fundinum voru kynnt þau áform sem áætlað er að vinna eftir í ár. Þessi virkjun hefur fengið vinnuheitið Brimnesárvirkjun og vonandi verða menn sáttir við það.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að stefnt sé að íbúafundi með haustinu til kynningar á virkjunaráformum í Brimnesá.

Atvinnumála- og kynningarráð - 64. fundur - 01.09.2021

Þriðjudaginn 31. ágúst var haldinn upplýsingafundur fyrir íbúa í tengslum við verkefnið smávirkjanir í Dalvíkurbyggð.

Fundurinn var auglýstur á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og var haldinn í fjarfundi á ZOOM.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa fór yfir það sem fram kom á fundinum.
Lagt fram til kynningar.