Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202212071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að taka inn alla þá viðauka inn í fjárhagsáætlunarlíkan sem gerðar hafa verið á árinu 2022.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu breytingar og niðurstöður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2022 vegna verkefnis um Friðlandsstofu og Gamla skóla. Liður 32200-11950 verði kr. 0 í stað tekjur kr. -14.000.000 og liður 32200-11605 verði kr. 0 í stað kr. 34.000.000. Nettóbreytingin er kr. 20.000.000 sem er lagt til að mætt sé með hækkun á handbæru fé. Búið er að gera ráð fyrir þessari tillögu í heildarviðauka IV.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með tillögu að viðauka nr. 45 vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að taka inn alla þá viðauka inn í fjárhagsáætlunarlíkan sem gerðar hafa verið á árinu 2022. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu breytingar og niðurstöður.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2022 vegna verkefnis um Friðlandsstofu og Gamla skóla. Liður 32200-11950 verði kr. 0 í stað tekjur kr. -14.000.000 og liður 32200-11605 verði kr. 0 í stað kr. 34.000.000. Nettóbreytingin er kr. 20.000.000 sem er lagt til að mætt sé með hækkun á handbæru fé. Búið er að gera ráð fyrir þessari tillögu í heildarviðauka IV. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með tillögu að viðauka nr. 45 vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu."
Til máls tók Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022.

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 9.741.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um kr. 4.099.000.
Fjárfestingaáætlun samstæðu A- og B- hluta er kr. 170.615.000.
Lántaka er kr. 0 fyrir samstæðuna og áætlaðar afborganir lána eru kr. 111.145.000.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu á viðauka nr. 45 vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu þannig að liður 32200-11950 verði kr. 0 í stað tekjur kr. -14.000.000 og liður 32200-11605 verði kr. 0 í stað kr. 34.000.000. Kr. 20.000.000 nettóbreytingu verður mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 í samræmi við ofangreint.