Frá stjórn Dalbæjar; Fjárhagsáætlun 2023;snjómokstur og hálkuvarnir - ósk um stuðning

Málsnúmer 202206086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Dalbæjar þann 15. júní sl. var samþykkt að hjúkrunarheimilið Dalbær óski eftir stuðningi frá Dalvíkurbyggð í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum fyrir heimilið. Hugmyndin er að Dalbær flokkist með stofnunum sveitarfélagsins í snjómokstri og hálkuvörnum og kostnaður vegna þessa falli ekki á heimilið. Færð eru rök fyrir þessu sem koma fram í erindinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2026.

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Tekið fyrir erindi dags. 20.06.2022 frá Dalbæ, heimili aldraðra. Málið var einnig tekið fyrir á fundi byggðarráðs, fundur 1030 frá 23.06.2022. Þar var bókað: Byggðarráð samþykktir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2023-2026.

Fram kemur í erindi Dalbæjar ósk um stuðning frá Dalvíkurbyggð í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum fyrir heimilið.
Lagt fram til kynningar og erindið tekið fyrir á fundi um fjárhagsáætlunargerð.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 4. fundur - 09.12.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá stjórn Dalbæjar, sem barst í tölvupósti dags 20 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að verða við beiðni Stjórnar Dalbæjar um stuðning Dalvíkurbyggðar í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum án kostnaðarauka fyrir heimilið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá stjórn Dalbæjar, sem barst í tölvupósti dags 20 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að verða við beiðni Stjórnar Dalbæjar um stuðning Dalvíkurbyggðar í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum án kostnaðarauka fyrir heimilið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur eftirfarandi til:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að í snjómokstursáætlun fyrir Kirkjuveg verði bætt við aðkomu að Dalbæ ásamt bílastæðum og í snjómokstursáætlun fyrir Krílakot verði bætt við leið að Dalbæ að vestanverðu.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.