Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1067. fundur - 04.05.2023

a) Auglýsing

Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu vegna erinda í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

b) Tímarammi

Með fundarboði fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

c) Fyrstu skrefin skv. Samþykktum fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu fyrstu og næstu skref vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2027 samkvæmt Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu eins og hún liggur fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
c) Byggðaráð beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 269. fundur - 09.05.2023

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði dags. 04.05.2023 um fjárhagsáætlun 2025-2027
Niðurstaða bóka ráðsins voru:
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
c) Byggðaráð beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 9. fundur - 11.05.2023

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 1067.fundi byggðaráðs þann 5.maí 2023 var eftirfarandi bókað:
"a) Auglýsing
Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu vegna erinda í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Tímarammi
Með fundarboði fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Fyrstu skrefin skv. Samþykktum fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Til umræðu fyrstu og næstu skref vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2025-2027 samkvæmt Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða: a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu eins og hún liggur fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
c) Byggðaráð beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.
Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og beinir því til fagráða að taka til umfjöllunar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 150. fundur - 13.06.2023

Snæþór Arnþórsson vék af fundi kl: 8:30
Farið var yfir starfsáætlun þessa árs fyrir íþrótta- og æskulýðsmál. Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir helstu áherslur við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

Fræðsluráð - 282. fundur - 14.06.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og þriggja ára áætlun 2025 -2027
Fræðsluráð, þakkar sviðsstjóra fyrir góða kynningu á vinnuferli fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2024.

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 96. fundur - 28.06.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur er varðar vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Björn Björnsson mætti kl. 09:24
Lagt fram til kynningar.
Rúnar H. Óskarsson vék af fundi kl. 09:54

Byggðaráð - 1073. fundur - 06.07.2023

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2024.

b) Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2024 þá á byggðaráð að fjalla um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu á tímabilinu 04.05.2023 - 21.09.2023 og tillögur að verklagi, fjárhagsleg viðmið og áhættumat á tímabilinu 11.05.2023-21.09.2023.

c) Frumdrög að fjárhagsrömmum:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að yfirliti framkvæmdastjórnar um mögulegar breytingar á málaflokkum.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög.

Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.

b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).

c) Mögulegar breytingar á málaflokkum.
Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.

d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan.

d) Fleira ?
a) -d) lagt fram.

Fræðsluráð - 283. fundur - 16.08.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti form á starfsáætlun hjá stofnunum fræðslusviðs.
Fræðsluráð þakkar Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, fyrir kynningu á starfsáætlunarformi.

Byggðaráð - 1076. fundur - 17.08.2023

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög. Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.
b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).
c) Mögulegar breytingar á málaflokkum. Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.
d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forsendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan. d) Fleira ?Niðurstaða:a) -d) lagt fram."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1078. fundur - 31.08.2023

Á 1078. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög. Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.
b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).
c) Mögulegar breytingar á málaflokkum. Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.
d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forsendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan. d) Fleira ?
Niðurstaða:a) -d) lagt fram." Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar.

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 og minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 28. ágúst 2023, er varðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
b) Verkefni byggðaráðs skv. fjárhagsáætlunarferli og tímaramma.
c) Annað

Til umræðu forsendur fjárhagsáætlana, fjárhagsrammar málaflokka og deilda o.fl.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Farið yfir starfsáætlun og næstu skref rædd varðandi skil á starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.

Veitu- og hafnaráð - 127. fundur - 06.09.2023

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom til fundar undir þessum lið kl. 09:30
Farið var yfir leiðbeiningar við gerð fjárhagsáætlunar, stöðu veitu- og hafna.
Veitu- og hafnaráð þakkar Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur fyrir komuna og hennar innlegg til fundarins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallareksturs. Í 17.gr. Hafnalaga segir "miða skal við að gjaldtaka standi undir rekstri hafnarinnar" en það er ljóst miðað við rekstur síðastliðinna ára að höfnin er rekin með tapi. Mikilvægt er að halda áfram að leita leiða til þess að snúa rekstrinum við.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 10:40

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Drög að starfsáætlun fyrir söfn - og Menningarhússins Berg, lögð fram til kynningar fyrir Menningarráð.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1079. fundur - 07.09.2023

a) Afgreiðsla á forsendum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun 2024 ásamt fylgigögnum.

b) Afgreiðsla á fjárhagsramma 2023.

Með fundarboði byggðaráða fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2024 ásamt yfirlit yfir þróun málaflokka 2019-2023 og öðrum fylgigögnum.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku.
b) Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ýmis gögn og upplýsingar í tengslum við vinnu umhverfis- og dreifbýlisráðs við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027:

a) Gildandi starfsáætlun fyrir árið 2023.
b) Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023-2026.

Málaflokkar er heyra undir ráðið eru;
03210 Heilbrigðiseftirlitsnefnd
06270 Vinnuskóli
07 Bruna- og almannavarnir
08 Hreinlætismál
09510 Eigna- og framkvæmdadeild.
10 Samgöngumál
11 Umhverfismál
13210 Fjallskil
13220 Forðagæsla og fjárveikivarnir
32200 Eignfærðar framkvæmdir ofangreindra deilda og málaflokka.

Til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefna.

Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að boðað verði til aukafundar til að vinna að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir fyrstu drög að starfsáætlun fyrir sínar stofnanir.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir kynningar á drögum að starfsáætlunum stofnanna. Starfs - og fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024, verður lögð fyrir viðbótarfund hjá fræðsluráði 27. september 2023.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Sveitarstjóri fór yfir ýmis gögn og upplýsingar í tengslum við vinnu skipulagsráðs við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027:

a) Gildandi starfsáætlun fyrir árið 2023.
b) Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023-2026.
c) Forgangslisti deiluskipulagsverkefna

Málaflokkar er heyra undir ráðið eru;
09 Skipulags- og byggingamál. Undanskilin er eftirtaldar deild: 09510; Eigna- og framkvæmdadeild.

Til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefna.
Skipulagráð leggur áherslu á að áfram verði fjárveiting á árinu 2024 fyrir þeim þremur deiliskipulagsverkefnum sem fóru af stað á þessu ári og nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Á áætlunartímabilinu verði gert ráð fyrir fjárveitingu fyrir þremur nýjum deiliskipulagsverkefnum á ári, samkvæmt forgangslista ráðsins. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Byggðaráð - 1080. fundur - 14.09.2023

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Afgreiðsla á forsendum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun 2024 ásamt fylgigögnum.
b) Afgreiðsla á fjárhagsramma 2023. Með fundarboði byggðaráða fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2024 ásamt yfirlit yfir þróun málaflokka 2019-2023 og öðrum fylgigögnum. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku. b) Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku."

Á fundinum var einnig farið yfir fyrstu niðurstöður úr launaáætlun 2024 samkvæmt þarfagreiningum stjórnenda í samanburði við launaáætlun 2023 ásamt breytingum á stöðugildum á milli ára.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum eins og þær liggja fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2024 eins og hann liggur fyrir með þeirri breytingu að forsenda fyrir almennum hækkunum útgjalda verði 2% í stað 4,9%.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lengja skilafrest stjórnenda til og með 2. október nk. í stað 25. september nk.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024.
b) Tillaga að breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa frá og með 1.1.2024.
c) Tillaga að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2024.
d) Breytingar á tímaramma með fjárhagsáætlun 2024.
e) Tillaga frá veitu- og hafnaráðs varðandi úttekt á Hafnasjóði.

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Afgreiðsla á forsendum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun 2024 ásamt fylgigögnum.
b) Afgreiðsla á fjárhagsramma 2023. Með fundarboði byggðaráða fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2024 ásamt yfirlit yfir þróun málaflokka 2019-2023 og öðrum fylgigögnum.
Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku. b) Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viku." Á fundinum var einnig farið yfir fyrstu niðurstöður úr launaáætlun 2024 samkvæmt þarfagreiningum stjórnenda í samanburði við launaáætlun 2023 ásamt breytingum á stöðugildum á milli ára.
Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum eins og þær liggja fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2024 eins og hann liggur fyrir með þeirri breytingu að forsenda fyrir almennum hækkunum útgjalda verði 2% í stað 4,9%.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lengja skilafrest stjórnenda til og með 2. október nk. í stað 25. september nk.

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
Farið var yfir leiðbeiningar við gerð fjárhagsáætlunar, stöðu veitu- og hafna. Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð þakkar Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur fyrir komuna og hennar innlegg til fundarins. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallareksturs. Í 17.gr. Hafnalaga segir "miða skal við að gjaldtaka standi undir rekstri hafnarinnar" en það er ljóst miðað við rekstur síðastliðinna ára að höfnin er rekin með tapi. Mikilvægt er að halda áfram að leita leiða til þess að snúa rekstrinum við.



Enginn tók til máls.



a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að forsendum með fjárhagsáætlun 2024.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að breytingum á launum kjörinna fulltrúa frá og með 1.1.2024.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu byggðaráðs að breytingum á tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun þannig að skil verði 2. október nk. í stað 25. september nk.
e) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallareksturs.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 13. fundur - 26.09.2023

Á 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ýmis gögn og upplýsingar í tengslum við vinnu umhverfis- og dreifbýlisráðs við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027:

a) Gildandi starfsáætlun fyrir árið 2023.
b) Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023-2026.

Málaflokkar er heyra undir ráðið eru;
03210 Heilbrigðiseftirlitsnefnd
06270 Vinnuskóli
07 Bruna- og almannavarnir
08 Hreinlætismál
09510 Eigna- og framkvæmdadeild.
10 Samgöngumál
11 Umhverfismál
13210 Fjallskil
13220 Forðagæsla og fjárveikivarnir
32200 Eignfærðar framkvæmdir ofangreindra deilda og málaflokka.

Til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefna.

Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að boðað verði til aukafundar til að vinna að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ýmis gögn er varðar vinnu ráðsins við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun ásamt upplýsingum um stöðu mála 2023.

Farið yfir fjárfestingar á áætlun 2023-2027 og stöðu þeirra.

Farið yfir rekstur málaflokka og deilda sem heyra undir ráðið og áherslur í rekstri ræddar.
a) Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum tillögur að fjárfestingaáætlun eins og hún liggur fyrir samkvæmt stöðulista 2023 og þriggja ára áætlun. Verkefni sem ekki verður farið í árið 2023 en eru á áætlun verði flutt yfir á árið 2024. Jafnframt leggur ráðið til að eyjur á Hólavegi verði fjarlægðar árið 2024.
Erindi um kaup á skotbómulyftara fyrir framkvæmdasviðið er vísað til vinnuhóps um bifreiða- og tækjakaup.
Varðandi erindi um heimreið að Svæði þá óskar ráðið eftir að kostnaður og aðkoma Vegagerðarinnar verði kannað áður en ákvörðun verður tekin. Vísað til fjárhagsáætlunar 2025.
Réttinn á Árskógsströnd- skoða þarf viðhald og aðkomu sveitarfélagsins. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá fjallskilastjóra á fund.

b) Rekstur og starfsemi málaflokka og deilda; ráðið leggur til að Vinnuskólinn verði í óbreyttri mynd. Einnig að sett verði kr. 1.500.000 framlag í framkvæmdir við Bögg og Brúarhvammsreit - þ.e. á móti gjöfinni að upphæð kr. 1.500.000. Ráðið leggur til að gert verði ráð fyrir tiltektar- og hreinsunardegi í sveitarfélaginu með þátttöku íbúa og fyrirtækja.

c) Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir fjármagni í að gera gamla Hauganesveginn færan sem göngu- og hjólastíg. Einnig ítrekar ráðið að sótt verði um styrki til að gera upp gömlu bryggjuna á Hauganesi. Að öðru leiti leggur ráðið til að fundargerðir frá íbúafundum á Árskógssandi og Hauganesi verði fylgigögn með starfsáætlun 2024 og hafðar til hliðsjónar.



Fræðsluráð - 285. fundur - 28.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, fóru yfir starfs - og fjárhagsáætlun hjá sínum stofnunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum, fyrir góða yfirferð á starfsáætlunum hjá sínum stofnunum. Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlanir skólanna og skólaskrifstofu.

Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá fræðslusviðs og vísar gjaldskrá fræðslusviðs til Byggðaráðs, til umfjöllunar.

Fræðsluráð, gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlanir skólanna og skólaskrifstofu.
Ágústa Kristín Bjarnadóttir,Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Díana Björk Friðriksdóttir og Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fóru af fundi kl. 09:25.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 38. fundur - 29.09.2023

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir starfs - og fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Skólanefnd TÁT, samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2024. Skólanefnd TÁT, gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2024 og vísar henni til frekari umræðu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 152. fundur - 03.10.2023

Íþrótta- og æskulýðsráð vann í styrktarsamningum og fjárhagsáætlun. Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Óskað er eftir hækkun á ramma vegna aukins rekstrarkostnaðar.
íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum starfsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála árið 2024.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að hvatastyrkur árið 2024 verði kr. 40.000.-
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gerðir verði samningar til eins árs við íþróttafélögin og um leið verði skiptaregla vegna félagsstarfs endurskoðuð fyrir lok þess samnings.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að ráðinn verði starfsmaður innan íþróttahreyfingarinnar og boðað verði til formannafundar með íþróttafélögum vegna þessa. Gert var ráð fyrir þeim kostnaði inn í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna minnisblað með fjárhagsáætlun til skýringar á ofangreindu.

Menningarráð - 98. fundur - 04.10.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fóru yfir starfs - og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05.
Menningarráð, samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun safna og Menningarhússins Berg. Menningarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 og vísar henni til frekari umræðu inn í Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:03.

Eyrún fór yfir tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 frá félagsmálasviði.

Eyrún vék af fundi kl. 15:07.


b)
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga yfir önnur laun og viðbætur er varðar gildandi kjarasamninga sem huga þarf að vegna vinnu við launaáætlanir og launatöflur ná ekki yfir.
Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir áætluð stöðugildi 2024 skv. þarfagreiningum stjórnenda í samanburði við 2023 og 2022 sem og skýrsla sem sýnir launaáætlun 2024 eins og hún er núna í samanburði við árin 2023 og 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1084. fundur - 13.10.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:00.

Gísli fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 fyrir stofnanir og deildir fræðslu- og menningarsviðs ásamt fylgigögnum.

Gísli vék af fundi kl. 17:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 í samræmi við umfjöllun byggðaráðs á fundinum.

Veitu- og hafnaráð - 128. fundur - 18.10.2023

Fyrir fundinum liggur yfirlit yfir framkvæmdir fyrir veitur og hafnir Dalvíkurbyggðar unnið af Gísla Bjarnasyni.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi skjal með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 153. fundur - 19.10.2023

Íþrótta- og æskuýðsráð boðaði tvo hópa á fundinn undir þessum lið, fyrst koma formenn íþróttafélaga á fund milli kl. 16:30-17:30 þar á eftir koma fulltrúar knattspyrnudeildar vegna veru þeirra í 1. deild að ári frá kl. 17:30-18:30.
Á formannafundinn voru mætt frá eftirfarandi félögum/deildum:
Skíðafélag Dalvíkur: Óskar Óskarsson
Sundfélagið Rán: Elín Björk Unnarsdóttir
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður: Friðrik Arnarsson
Hestamannafélagð Hringur: Lilja Guðnadóttir
Rimar: Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir
Aðalstjórn UMFS: Kristján Ólafsson
Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS: Friðjón Árni Sigurvinsson
Dalvík/Reynir / meistaraflokkur knattspyrnudeildar: Kristinn Þór Björnsson
Fimleikadeild UMFS: Tína Ósk Hermannsdóttir
það vantaði fulltrúa frá Ungmennafélaginu Reyni og Golfklúbbnum Hamri.

Rætt var um bókun íþrótta- og æskuýðsráðs frá síðasta fundi um tillögu um að ráðinn verði starfsmaður innan íþróttahreyfingarinnar.
Umræðu lokið með formönnum og sá hópur fór af fundi kl. 17:30.

inn á fundinn komu fulltrúar knattspyrnudeidar:
Kristinn Þór Björnsson
Friðjón Árni Sigurvinsson
Kolbrún Einarsdóttir
Jónína Guðrún Jónsdóttir
Ingvar Sigurbjörnsson
Heiðar Andri Gunnarsson
Hörður Snævar Jónsson
Kristbjörn Leó Sævaldsson

Farið var yfir atriði sem félagið þarf að uppfylla samkvæmt leyfiskerfi KSÍ vegna veru í 1. deild næsta sumar.
þá var rætt um rekstur vallarins og kostnað við hann og endurnýjun á rekstrarsamningi.

Byggðaráð - 1085. fundur - 25.10.2023

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 frá fjármála- og stjórnsýslusviði

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslsvið með fylgigögnum.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 frá framkvæmdasviði ásamt fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs ásamt tillögum að viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2024 og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2027 með fylgigögnum.

c) Beiðnir um búnaðarkaup.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti beiðnir um búnaðarkaup frá stjórendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

d) Taka ákvarðanir um útistandandi heilt yfir.

Á fundinum var farið heilt yfir þær tillögur sem liggja fyrir frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

e) Fleira:
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi skýrslur:
Áætluð stöðugildi 2024 í samanburði við eldri ár.
Áætluð laun 2024 í samanburði við eldri ár.
Yfirlit yfir niðurstöður úr vinnubókum í samanburði við ramma vinnubóka.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 í samræmi við umfjöllun byggðaráðs.

Byggðaráð - 1086. fundur - 02.11.2023

a) Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun til fyrri umræðu.

Á 1085. fundi byggðaráðs þann 25. október sl. var lokið við yfirferð á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeirri vinnu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar í samræmi við umfjöllun byggðaráðs.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu niðurstöður úr fjárhagsáætlunarlíkani fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 skv. meðfylgjandi gögnum.


b) Útkomuspá 2023/ heildarviðauki II

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig tillaga að útkomuspá 2023/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og samþykktir í sveitarstjórn frá heildarviðauka I.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að útkomuspá/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Ungmennaráð - 41. fundur - 03.11.2023

Farið yfir fjárhagsramma ráðsins árið 2024.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 154. fundur - 07.11.2023

Tekið fyrir erindi frá meistaraflokki kvenna í fótbolta. Farið yfir Leyfismál varðandi veru meistaraflokks karla í 1. deild næsta sumar.

þrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því að bætt verði við ramma fjárhagsáætlunar allt að 5.000.000.- vegna stofnunar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því að bætt verði við ramma fjárhagsáætlunar allt að 2.500.000.- til að bregðast við auknum kröfum á aðstöðumálum meistaraflokks karla.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun til fyrri umræðu. Á 1085. fundi byggðaráðs þann 25. október sl. var lokið við yfirferð á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þeirri vinnu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar í samræmi við umfjöllun byggðaráðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu niðurstöður úr fjárhagsáætlunarlíkani fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 skv. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir."

Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 1087. fundur - 09.11.2023

Á 362. fundi sveitarstjórnar 7. nóvember sl. þá var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt var að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með upplýsingar um þau verkefni / mál sem mögulega þarfnast umfjöllunar og afgreiðslu á milli umræðna skv. viðbótarupplýsingum eða breyttum forsendum.

a) Samgönguáætlun.
b) Endurnýjun gangstéttar í Mímisvegi og brunahani.
c) 154. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs.
d) Endurbætur á endurbótum á Sundlaug Dalvíkur.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:20.
Gísli fór yfir kostnaðaráætlun frá AVH varðandi 3 mismundandi útfærslur á endurbótum á yfirborðsefnum.

Gísli vék af fundi kl. 14:43.
e) Rafpóstur frá starfsmönnum veitna, samantekt yfir tillögur að framkvæmdum og búnaðarkaupum, dagsett þann 08.11.2023, þar á meðal ósk um kaup á skotbómulyftara.
f) Beiðni um tímabundin stöðuhlutföll í Söfnum frá forstöðumanni safna og menningarhúss.
g) Vatnstankur.
h) Annað.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði inn í fjárfestingaáætlun 2024-2027 framlag Dalvíkurbyggðar vegna hafnaframkvæmda og sjóvarna skv. samgönguáætlun.
B) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn í fjárhagsáætlun framkvæmd vegna brunahana og gangstéttar í Mímisvegi alls kr. 9.687.087 árið 2024, sbr. upplýsingar frá starfsmönnum framkvæmdasviðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að auka fjárhagsramma deildar 06800 um 7,5 m.kr. en vísar þessum lið til gerðar samninga við íþrótta- og æskulýðsfélögin innan þess ramma sem nú er í frumvarpi að fjárhagsáætlun.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja í framkvæmdaáætlun endurbætur á Sundlaug Dalvíkur árið 2024 miðað við flísalögn.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessari samantekt til þess ramma búnaðarkaupa og fjárfestinga sem nú er í fjárhagsáætlun. Beiðni um skotbómulyftara er hafnað.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðnir forstöðumanns safna um tímabundin viðbótarstörf annars vegar við Byggðasafnið Hvol og hins vegar við skráningu á ljósmyndum, 100% starf í 6 mánuði í stað 50% starf í 12 mánuði.
g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á framkvæmdaáætlun vatnstakn fyrir Vatnsveitu á framkvæmdaáætlun ársins 2024 í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Faglausn.
h) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka fjárhagsramma 13410 um 2,5 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir djúpdælu fyrir Hitaveitu Dalvíkur árið 2024, 40 m.kr. sbr. tillaga frá starfsmönnum veitna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir 25 m.kr. framkvæmdir árið 2025 vegna skólalóðar Dalvíkurskóla, sbr. mál 202005032 og mál 202309101.

Byggðaráð - 1089. fundur - 23.11.2023

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 362. fundi sveitarstjórnar 7. nóvember sl. þá var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt var að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með upplýsingar um þau verkefni / mál sem mögulega þarfnast umfjöllunar og afgreiðslu á milli umræðna skv. viðbótarupplýsingum eða breyttum forsendum.

a) Samgönguáætlun.
b) Endurnýjun gangstéttar í Mímisvegi og brunahani.
c) 154. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs.
d) Endurbætur á endurbótum á Sundlaug Dalvíkur.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:20.
Gísli fór yfir kostnaðaráætlun frá AVH varðandi 3 mismundandi útfærslur á endurbótum á yfirborðsefnum.

Gísli vék af fundi kl. 14:43.
e) Rafpóstur frá starfsmönnum veitna, samantekt yfir tillögur að framkvæmdum og búnaðarkaupum, dagsett þann 08.11.2023, þar á meðal ósk um kaup á skotbómulyftara.
f) Beiðni um tímabundin stöðuhlutföll í Söfnum frá forstöðumanni safna og menningarhúss.
g) Vatnstankur.
h) Annað.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði inn í fjárfestingaáætlun 2024-2027 framlag Dalvíkurbyggðar vegna hafnaframkvæmda og sjóvarna skv. samgönguáætlun.
B) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn í fjárhagsáætlun framkvæmd vegna brunahana og gangstéttar í Mímisvegi alls kr. 9.687.087 árið 2024, sbr. upplýsingar frá starfsmönnum framkvæmdasviðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að auka fjárhagsramma deildar 06800 um 7,5 m.kr. en vísar þessum lið til gerðar samninga við íþrótta- og æskulýðsfélögin innan þess ramma sem nú er í frumvarpi að fjárhagsáætlun.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja í framkvæmdaáætlun endurbætur á Sundlaug Dalvíkur árið 2024 miðað við flísalögn.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessari samantekt til þess ramma búnaðarkaupa og fjárfestinga sem nú er í fjárhagsáætlun. Beiðni um skotbómulyftara er hafnað.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðnir forstöðumanns safna um tímabundin viðbótarstörf annars vegar við Byggðasafnið Hvol og hins vegar við skráningu á ljósmyndum, 100% starf í 6 mánuði í stað 50% starf í 12 mánuði.
g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á framkvæmdaáætlun vatnstakn fyrir Vatnsveitu á framkvæmdaáætlun ársins 2024 í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Faglausn.
h) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka fjárhagsramma 13410 um 2,5 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir djúpdælu fyrir Hitaveitu Dalvíkur árið 2024, 40 m.kr. sbr. tillaga frá starfsmönnum veitna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir 25 m.kr. framkvæmdir árið 2025 vegna skólalóðar Dalvíkurskóla, sbr. mál 202005032 og mál 202309101."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum.

Einnig fylgdi með minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. nóvember sl., með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjörlfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu sem kom út sl. föstudag.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 eins og það liggur fyrir og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum. Einnig fylgdi með minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. nóvember sl., með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjörlfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu sem kom út sl. föstudag.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 eins og það liggur fyrir og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður;
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 183.301.000, árið 2025 er hún kr. 159.387.000, árið 2026 kr. 143.010.000 og árið 2027 kr. 134.891.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 140.695.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 918.197.000 og árin 2025-2027 kr. 1.009.018.000. Áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2024-2027 eru kr. 1.927.215.000.
Lántaka ársins 2024 er áætluð kr. 145.000.000 og fyrir árin 2024-2027 samtals kr. 260.000.000.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna A- og B- hluta árið 2024 er áætlað kr. 478.163.000 og handbært fé frá rekstri kr. 447.589.000.
Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum, breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.

Feyr Antonsson, sem leggur til eftirfarandi tillögu að bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar telur að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Komi til þess þá er Dalvíkurbyggð tilbúið til að koma að slíku átaki."

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum, sveitarstjóra og fagráðum sínar bestu þakkir fyrir vinnuna við fjárhagsáætlun.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar að bókun.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 155. fundur - 05.12.2023

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir helstu niðurstöður á fjárhagsáætlun á málaflokki 06 fyrir fjárhagsárið 2024.
Unnið var í skiptingu fjármagns til reksturs íþróttafélaga fyrir árið 2024 og var skipting ákveðin á fundinum og er íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna þær niðustöður fyrir félögunum og undirbúa samninga sem verða undirritaðir þegar kjör á íþróttamanni ársins fer fram í janúar.

Fræðsluráð - 288. fundur - 13.12.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti og Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fóru yfir helstu niðurstöður í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 39. fundur - 15.12.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fóru yfir helstu atriði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 16. fundur - 05.01.2024

Sveitarstjóri fór yfir fjárfestingar og framkvæmdir ársins 2024 sem heyra undir umhverfis- og dreifbýlisráð. Lagt fram til umræðu og kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 156. fundur - 09.01.2024

Lögð fram drög að samningu við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð og UMSE yfir árið 2024.
Íþrótta- og æsklulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samningana eins og þeir liggja fyrir og vísar þeim til Byggðaráðs og sveitarstjórnar til samþykktar. Allar tölur í samningunum er búið að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Veitu- og hafnaráð - 131. fundur - 10.01.2024

Sveitarstjóri fór yfir samþykkta framkvæmda og fjárfestingaáætlun fyrir árið 2024.
Veitu- og hafnarráð óskar eftir því að á fundum ráðsins verði lagður fram verkefnalisti yfir framkvæmdir og fjárfestinga og hver staða þeirra er. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 14:17 vegna vanhæfis.

Á 156.fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að samningu við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð og UMSE yfir árið 2024.Niðurstaða:Íþrótta- og æsklulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samningana eins og þeir liggja fyrir og vísar þeim til Byggðaráðs og sveitarstjórnar til samþykktar. Allar tölur í samningunum er búið að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög fyrir árið 2024 við eftirtalin félög:
Golfklúbburinn Hamar, samningsfjárhæð kr. 22.236.164.
Ungmennafélag Svarfdæla, samningsfjárhæð kr. 29.995.000 - skipt niður á deildir innan félagsins.
Ungmennasamband Eyjafjarðar kr. 1.490.000.
Skíðafélag Dalvíkur kr. 38.020.331.
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður kr. 600.000.
Blakfélagið Rimar kr. 450.000.
Sundfélagið Rán kr. 1.320.000
Ungmennafélagið Reynir kr. 2.800.000.
Hestamannafélagið Hringur kr. 4.900.000.

Samtals kr. 101.811.495 styrkir á árinu 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Menningarráð - 100. fundur - 18.01.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fóru yfir helstu atriði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 14:17 vegna vanhæfis. Á 156.fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að samningu við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð og UMSE yfir árið 2024.Niðurstaða:Íþrótta- og æsklulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samningana eins og þeir liggja fyrir og vísar þeim til Byggðaráðs og sveitarstjórnar til samþykktar. Allar tölur í samningunum er búið að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög fyrir árið 2024 við eftirtalin félög: Golfklúbburinn Hamar, samningsfjárhæð kr. 22.236.164. Ungmennafélag Svarfdæla, samningsfjárhæð kr. 29.995.000 - skipt niður á deildir innan félagsins. Ungmennasamband Eyjafjarðar kr. 1.490.000. Skíðafélag Dalvíkur kr. 38.020.331. Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður kr. 600.000. Blakfélagið Rimar kr. 450.000. Sundfélagið Rán kr. 1.320.000 Ungmennafélagið Reynir kr. 2.800.000. Hestamannafélagið Hringur kr. 4.900.000. Samtals kr. 101.811.495 styrkir á árinu 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög við íþrótta- og æskulýðsfélögin í Dalvíkurbyggð skv. ofangreindri bókun byggðaráðs.