Menningarráð

97. fundur 07. september 2023 kl. 08:15 - 10:35 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg og Ragnhildur Lára Weisshappel, verkefnastjóri hjá Menningarhúsinu Berg.

1.Starfsmannamál á söfnum og Menningarhúsi Berg

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir stöðuna á starfsmannamálum hjá söfnum og Menningarhúsinu Berg.
Lagt fram til kynningar.

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Gjaldskrár hugmyndir fyrir fjárhagsárið 2024 teknar til umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

3.Fjárhagslegt stöðumat 2023(Málafl. 05)

Málsnúmer 202303205Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir fjárhagslegt stöðumat hjá málaflokki 05.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

4.Vinnuhópur Gagarín

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir stöðuna á verkefninu og hugmyndir um næstu skref
Lagt fram til kynningar. Menningarráð leggur til að unnið verði áfram í verkefninu.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun fyrir söfn - og Menningarhússins Berg, lögð fram til kynningar fyrir Menningarráð.
Lagt fram til kynningar.

6.Ástandsskoðun á byggðasafninu Hvoli

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningahússins Berg fór yfir stöðuna á varðveislu muna, vegna viðalds á húsnæði á Hvoli.
Menningarráð telur mjög brýnt að tekin verði ákvörðun um framtíðarstað Byggðasafnsins sem allra fyrst og framkvæmdir settar af stað.
Björk Hólm og Ragnhildur, fóru af fundi kl. 09:45

7.Fjárhagsáætlun 2024; Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202306076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju dags. 17.06.2023. Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum og sviðstjóra er falið að koma erindi inn í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.

8.Vegna fjárhagsáætlunar 2024

Málsnúmer 202306071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 19. júní, þar sem óskað er eftir því að sett verði fjármagn í frágang á neyðarútgangi í Ungó inn í fjárhagsáætlun 2024.
Menningarráð vísar málinu til Eigna - og framkvæmdadeildar, og óskar eftir að þetta verði gert sem fyrst.

9.Ósk um fjármagn inn í fjárhagsáætlun fyrir Sjómannadag 2024

Málsnúmer 202307075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Ragnheiði Rut Friðgeirsdóttur og Sigmari Erni Harðarsyni, dags. 12. júlí 2023, þar sem þau óska eftir fjármagni fyrir að halda sjómannadaginn hátíðlegan í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Menningarráð leggur til að gert verði ráð fyrir 400.000 kr. í að halda sjómannadag Dalvíkurbyggðar hátíðlegan.

10.Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram drög að styrktarsamningi milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.
Menningarráð leggur til að samningur verði samþykktur í Byggðaráði og staðfestur í sveitastjórn. Sviðstjóra falið að vinna málið til Byggðaráðs.

11.Ósk um kaup á nýjum fjallkonubúningi

Málsnúmer 202206114Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Menningarráð þakkar Ásrúnu Ingvadóttur af alhug fyrir frábæra vinnu við gerð á nýjum kirtli fjallkonubúnings Dalvíkurbyggðar og einnig þakkar menningarráð fyrir haglega unna minningarbók um gerð kirtilsins sem hún gaf sérstaklega Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs