Menningarráð

96. fundur 28. júní 2023 kl. 08:15 - 10:07 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúsins Berg.

1.Vinnuhópur Gagarín

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður í lokaskýrslu frá Gagarín.
Menningarráð þakkar Björk Hólm, fyrir góða kynningu. Menningarráð felur Björk Hólm að halda áfram með verkefnið og greina kostnað varðandi myndlýsingu. Menningarráð telur mikilvægt að farið verði í að myndlýsa verkefnið til þess að upplýsa íbúa og gesti um framtíðarsýn safnamála í Dalvíkurbyggð.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Menningarráð þakkar Björk Hólm, fyrir yfirferð á fjárhagslegri stöðu fyrir málaflokk 05.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur er varðar vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024.
Lagt fram til kynningar

4.Svarfdælskur mars

Málsnúmer 202306110Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hugmyndir varðandi Svarfdælskan mars.
Lagt fram til kynningar

5.Nýtt hljóðkerfi í Berg

Málsnúmer 202306020Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, kynnti hugmyndir að nýju hljóðkerfi í Bergi.
Lagt fram til kynningar

6.Starfsmannamál á söfnum hjá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir stöðu mála varðandi starfsmannamál hjá Söfnum og Menningarhúsinu Bergi.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm fór af fundi kl. 09:45.

7.Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, frá júní 2022.
Menningarráð leggur til að sviðstjóri fundi með Leikfélagi Dalvíkur og klári endanlegan samning og leggi síðan fyrir Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

8.Endurskoðun á reglum varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202306129Vakta málsnúmer

Tekin var til endurskoðunar, reglur varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð heldur áfram vinnu við endurskoðun á vinnureglum og menningarstefnu á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:07.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs