Skipulagsráð

10. fundur 10. maí 2023 kl. 14:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson embættismaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var lagt til að bæta við erindi nr. 24
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Svæðisskipulagsnefnd 2023

Málsnúmer 202305044Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar nr.11 frá 30 mars 2023.
Lagt fram til kynningar

3.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 52 frá 17. mars 2023, nr. 53 frá 12. apríl 2023 og nr. 54. frá 5. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

5.Til umsagnar 1028. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202305041Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 5. maí 2023 óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028 vegna frumvarps til laga um breytingar á raforkulögum, nr. 65/2003.
Skipulagsráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á frumvarpi til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028 vegna frumvarps til laga um breytingar á raforkulögum, nr. 65/2003.

6.Til umsagnar 978. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202305010Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 28. apríl 2023 óskar nefnda- og greingarsvið Alþingis fyrir hönd atvinnuveganefndar Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978.
Lagt fram til kynningar.

7.Berist til allra sveitarstjórna á landinu um skipulag skógræktar í landinu

Málsnúmer 202305032Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi dags.14. apríl 2023 frá vinum íslenskrar náttúru vegna skipulags skógræktar.
Skipulagsráð vísar þessu erindi til endurskoðunar aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045 sem er að hefjast.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Gunnþór E. Sveinbjörnsson og Helga Íris Ingólfsdóttir viku af fundi kl. 14:30 undir þessum lið.

8.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku við Bakka

Málsnúmer 202305017Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 2 maí 2023 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi fyrir 37.000 m3 efnistöku til fimm ára úr Svarfaðardalsá í landi Bakka. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Svarfaðardalsár.
Í aðalskipulagi er merkt náma 614-N í árfarvegi Svarfaðardalsár í landi Bakka.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að fela framkvæmdarsviði að gefa út framkvæmdarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Gunnþór E. Sveinbjörnsson og Helga Íris Ingólfsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 14:40.

9.Umsókn um framkvæmdarleyfi við Hálsá

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir skipulagslýsing dags. í apríl 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gerð er grein fyrir áformum um efnisnámu við Hálsá norðan þjóðvegar sbr. umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur dags. 28. febrúar 2023 og bókun sveitarstjórnar um erindið 21. mars 2023.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

10.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 202304062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 28. apríl 2023 frá Gunnlaugi Svanssyni fyrir hönd Sæfraktar ehf vegna Gunnarsbrautar 8 og 10 á Dalvík þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Dalvík dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf.

Deiliskipulagstillagan felur í sér að byggingarreitur atvinnulóðarinnar Gunnarsbrautar 8 sé breikkaður um 2.5 m til vesturs, annað er óbreytt.
Einnig er tekin fyrir áður samþykkt breyting á lóðunum Gunnarsbraut 8 og 10 á Dalvík frá dags. 3.september.2021 sem ekki hlaut ekki gildistöku í Stjórnartíðindum B innan tilskilins tíma. Um er að ræða breytingu þar sem lóðirnar Gunnarsbraut 8 og 10 eru sameinaðar í eina lóð, Gunnarsbraut 10. Innkeyrslum inná sameinaða lóð frá Gunnarsbraut er fækkað úr tveimur í eina. Innkeyrsla inná sameinaða lóð frá Sjávarbraut í norðri er eftir allri norðurhlið lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning nái yfir Gunnarsbraut 4,6 og 12, Karlsbraut 6-20 og 13-15, og Ránarbraut 5-9.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl.14:53 vegna vanhæfis

11.Deiliskipulag á Árskógssandi

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

12.Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu sunnan Dalvíkur
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
Anna Kristín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn kl.15:02.

13.Ósk um breytingar á skipulagi lóða - Lyngholt 4 og 6 á Hauganesi

Málsnúmer 202211151Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2023 frá Sveini Jónssyni fyrir hönd Kötlu ehf vegna einbýlishúsalóðanna Lyngholts 4, 6 og 8 á Hauganesi þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf.

Deiliskipulagstillagan felur í sér að einbýlishúsalóðin Lyngholt 4 sé stækkuð um 402.1 m², úr 835.4 m² í 1.237.5 m² og henni breytt í lóð fyrir einnar hæðar raðhús með fjórum íbúðum. Jafnframt er númeri lóðarinnar breytt úr Lyngholti 4 í Lyngholt 4-10. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 300 m² og uppí 450 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m.
Einbýlishúsalóðirnar Lyngholt 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð fyrir parhús á einni hæð og verður Lyngholt 12-14. Flatarmál sameinaðar lóðar verður 1.270.0 m². Hámarks byggingarmagn lóðanna Lyngholt 6 og 8 er minnkað úr 600 m² niður í 500 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem Dalvíkurlína 2, jarðstrengur, ásamt göngu- og hjólastíg er færð inn á aðalskipulagsuppdrátt var auglýst 9. febrúar 2023 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 3. apríl 2023. Ein athugasemd barst.
Athugasemd ódagsett frá Baldvin Haraldssyni og Elínu Lárusdóttur:
"Landeigendur á Stóru-Hámundarstöðum mótmæla breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 sem gerir ráð fyrir að raflína, reiðleið, göngu- og hjólastígur verði sett austan þjóðvegar númer 82 í landi jarðarinnar."
Enginn rökstuðningur fylgir athugasemdinni. Við mótun aðalvalkosts Landsnets um lagningu Dalvíkurlínu 2 var stuðst við umsagnir og samráð við landeigendur og aðra umsagnaraðila með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif. Samráð um aðalskipulagsbreytinguna var haft með framlagningu skipulagslýsingar í desember 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir komu á því stigi frá landeigendum í Dalvíkurbyggð.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um land sem þegar hefur verið raskað með mannvirkjagerð þar sem strengurinn fylgir vegstæði þjóðvegar og verður innan veghelgunarsvæðis. Fyrirhuguð línuleið og göngu- og hjólastígur munu verða í grennd við friðlýstar fornminjar í landi Stóru-Hámundarstaða. Framkvæmdin verður unnin í samráði við minjavörð og þess gætt að fornminjum verði ekki raskað. Framkvæmdin mun skerða skógarreit í landi Stóru- Hámundarstaða, sem er að hluta nálægt þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis.
Ekki verður séð að fyrirhuguð framkvæmd skerði landareign Stóru-Hámundarstaða eða nýtingarmöguleika jarðarinnar umfram það sem nú þegar hefur verið gert með lagningu þjóðvegar og skilgreiningu veghelgunarsvæðis hans. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á tillögunni. Á aðalskipulagsuppdrætti er jarðstrengur og göngu- og hjólastígur sýndur samhliða þjóðvegi á táknrænan hátt og er staðsetning s.s. hvorum megin vegar hann liggur ákvörðuð við endanlega hönnun. Því ekki þörf á að breyta legu hans á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsráð bendir á að með tilliti til umferðaröryggis ætti vegafarendur ekki að þurfa að þvera veginn oftar en nauðsyn krefur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkvæmt 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

15.Umsókn um stækkun á lóð við Skógarhóla 12, Dalvík

Málsnúmer 202304060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 27. apríl frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni vegna Skógarhóla 12 á Dalvík þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar við Skógarhóla 12 breikki um 4.0 m til vesturs og 4.0 m til norðurs og lóð stækki um 6.5 m til norðurs. Við breytinguna eykst flatarmál lóðarinnar um 223.0 m². Hámarksbyggingarmagn innan lóðarinnar er aukið úr 260 m² upp í 320 m². Skilgreiningu á húsgerð er breytt úr E2 í E1 og hámarksvegghæð lækkuð úr 6.0 m niður í 5.0 m.
Í tenglum við stækkun á lóð Skógarhóla 12 er lóð Skógarhóla 10 minnkuð um 76.3 m² og byggingarreitur minnkaður um 5.0 m til norðurs. Skilgreiningu á húsgerð er breytt úr E2 í E1 og hámarksvegghæð lækkuð úr 6.0 m niður í 3.0 m.
Göngustígur norðan við lóð Skógarhóla 12 hliðrast til norðurs um 6.5m.


Einnig er tekin fyrir áður samþykkt breyting á lóðinni Skógarhólar 11 á Dalvík frá dags. 14.12.2021 sem ekki hlaut ekki gildistöku í Stjórnartíðindum B innan tilskilins tíma.
Um er að ræða breytingar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning nái yfir Skógarhóla 7, 13, 14, 15, 16 og 17, 23 og 29, Lynghóla 1-3 og 5-7.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Umsókn um breytta notkun Skíðabraut 7b

Málsnúmer 202304091Vakta málsnúmer

Með innsendu erind dags. 17.apríl.2023 óskar Helgi Geirharðsson fyrir hönd Uppstreymi ehf eftir leyfi til að skipta húseigninni Skíðabraut 7b í tvær eignir samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir og vísar erindi til byggingafulltrúa og deiliskipulagsgerðar þjóðvegarins í gegnum Dalvík.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Ósk um framlengingu á lóðarúthlutun Klapparstíg 9

Málsnúmer 202304100Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 17. apríl 2023 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf eftir framlengingu á lóðarúthlutun við Klapparstíg 9, Hauganesi.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur framkvæmdarsviði að óska eftir rökstuðningi samkvæmt gr. 4 um lóðarúthlutanir í Dalvíkurbyggð.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202304134Vakta málsnúmer

Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 26 ásamt umsögn skipulagshönnuðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Umsókn um lóð, Hringtún 28

Málsnúmer 202303008Vakta málsnúmer

Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 28 ásamt umsögn skipulagshönnuðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlög gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

20.Umsókn um lóð, Hringtún 34

Málsnúmer 202303007Vakta málsnúmer

Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 34 ásamt umsögn skipulagshönnuðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

21.Umsókn um lóð, Hringtún 36

Málsnúmer 202303006Vakta málsnúmer

Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 36 ásamt umsögn skipulagshönnuðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

22.Umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 202304112Vakta málsnúmer

Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024.
Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins við Dalvík.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

23.Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Umræðum um deiliskipulag skólalóðar Dalvíkurskóla var vísað til skipulagsráðs á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023
Skipulagsráð bendir á að hönnun lóðar Dalvíkurskóla er ekki sett fram í deiliskipulagi og heyrir því ekki undir ráðið.
Skipulagsráð vísar deiliskipulagsvinnu á skólasvæði Dalvíkur á forgangslista skipulagsráðs.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

24.Lendingar á þyrlum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305046Vakta málsnúmer

Til umræðu lendingar á þyrlum og framkvæmdir því tengdu í landi Dalvíkurbyggðar.
Að gefnu tilefni bendir skipulagsráð á að lending á þyrlum í þéttbýli er háð samþykki Samgöngustofu auk samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélags og lögregluyfirvalda.
Jafnframt bendir ráðið á að allar framkvæmdir utan lóðarmarka eru háðar samþykki landeiganda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson embættismaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri